fimmtudagur, desember 30, 2004

Vorum að koma út bíó, Bríet Jónsdóttir varð fyrir valinu. Önnur myndin í þessari viku, hin var Ocean´s Twelve. Ágætar ræmur. Fyndið eitt, hef stundum lesið þetta blogg og svona já fylgst með...þar las ég til dæmis um hópferð nokkurra vinkvenna á Bridget..viti menn þessi sami hópur var einmitt áðan í sama bíó...ekkert merkilegt samt...Lenti í skrítnu, ekkert sorglegt í myndinni, en það lak stundum tár úr því vinstra, og ef ég ignoraði það þá lak það niður á nef...ég held ég láti athuga kirtlana ??

Nú svo vorum við að hugsa, hvað með þetta blessaða gamlárskvöld, hvað á maður að gera eftir brennuna, skaupið og miðnæturkossinn?? En ef mannskapur fæst þá bara hér eða eitthvað, æi veit ekki, hvar er Dröfn á þessari ögurstundu? Da Planner!!! Jú hún er í tjaldi einhvers staðar upp í fjalli á Nýja Sjálandi, vonandi kemur engin svona freak snowstorm eins og vinkona mín hún Siobhan lenti í þar um árið, á stuttbuxunum...gúlp...
En já allar ábendingar og vísbendingar um þetta blessaða kvöld, vel þegnar..! Takk

p.s. muni' svo að hringja í söfnunarsíma Rauða Krossins...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit hvað þú getur gert, þú og kallinn geta kætt ykkur upp eins og apar og flippað heima.
Kv.
Hildur Sif

10:26 f.h.  
Blogger Huxley said...

Skohh...það er hina 364 daga ársins, ég meina þetta eina kvöld...ehe

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home