Ég er búin að vera að hugsa um þetta allan tímann sem ég var að ryksuga...þannig er mál með vexti að ég dreymdi mjög langan draum. Ég er kannski ekki manneskja sem dreymir mikið, allavega man ég þá ekki vel og oftast þegar ég dreymi þá er það barasta einhver steypa, sýra eða rugl! Ekkert samhengi. En sem sagt aftur að þessum langa í morgun. Jú ég man kannski ekki allt, en þetta man ég: Ég var í einhverju þorpi en það var víst ekki á Íslandi. Þar var ég bara minding my own business, en varð svo allt í einu vitni að einhverju ljótu og hræðilegu (man ekki hvað). Gjörðamenn og kona, sáu og vissu að ég var vitni og nú upphófst svakalegur eltingaleikur. Ég vissi að ég yrði að komast í burtu úr blessaða bænum, svo ég hljóp og leitaði af lestarstöð. Ég fann hana loks og spurði miðasalann, hvernig ég kæmist til Reykjavíkur (að mig minnir), hann kvað það ekkert mál og seldi mér miðann. Klukkan var um 1 að nóttu og ég spurði hann hvenær lestin kæmi, hann sagði að hún kæmi 6 en næsta lest kæmi um 5. Vá, hvað átti ég að gera, vissi að þau myndu finna mig, enda væri lestarstöðin fyrsti staðurinn til leita af mér. Vissi að líf mitt myndi enda þá...Svo ég leitaði af hentugum stað til að fela mig fram á morgun eða þangað til lestin kæmi. Fann eitthvað herbergi á stöðinni (stöðin var mjög lítil) og faldi mig þar bakvið einhvers konar þykk vínrauð gluggatjöld. Heyrði ég þau svo koma og þau leituðu en fundu mig ekki. Tíminn leið og þegar lestin var alveg að fara að koma, sagði ég við miðasalann góða, að ég vissi nú að ég kynni allavega að fela mig (??). Nú svo man ég ekki mikið, en vissi að ég yrði að láta fara lítið fyrir mér, en stóra spurningin náttúrulega, hvað ætti ég að gera þegar ég kæmi heim? Myndu þau ekki finna mig strax...??
Það fyndna var að ég vaknaði við Loka einu sinni, fór fram og gaf honum að borða og fór svo aftur að sofa og dreymdi áfram! En þá fór þetta eitthvað að ruglast og nenni ég ekki að skrifa það allt. Hasar ha!!
Talandi um drauma þá dreymdi mig um daginn, einhvern svaðalegann austur-evrópskan vatnsrennibrautar-underwater eitthvað synda eitthvað, þar sem maður beið upp í vatninu og hélt sér í reipi og var svo feykt með svaka vatnsstraum undir vatn og átti maður að synda eða láta berast með vatninu þangað til eitthvað ?? En þegar niður kom, í gegnum einhver göng, voru fullt af uppábúnum borðum og fólk að snæða dýrindis kvöldverð....amma og afi allavega, Súsanna frænka og fleiri...?? Hafði bjargað Súsönnu í "göngunum" því hún var að gefast upp og gat ekki haldið í sér andanum!!
Æææ of langt eitthvað..
Það fyndna var að ég vaknaði við Loka einu sinni, fór fram og gaf honum að borða og fór svo aftur að sofa og dreymdi áfram! En þá fór þetta eitthvað að ruglast og nenni ég ekki að skrifa það allt. Hasar ha!!
Talandi um drauma þá dreymdi mig um daginn, einhvern svaðalegann austur-evrópskan vatnsrennibrautar-underwater eitthvað synda eitthvað, þar sem maður beið upp í vatninu og hélt sér í reipi og var svo feykt með svaka vatnsstraum undir vatn og átti maður að synda eða láta berast með vatninu þangað til eitthvað ?? En þegar niður kom, í gegnum einhver göng, voru fullt af uppábúnum borðum og fólk að snæða dýrindis kvöldverð....amma og afi allavega, Súsanna frænka og fleiri...?? Hafði bjargað Súsönnu í "göngunum" því hún var að gefast upp og gat ekki haldið í sér andanum!!
Æææ of langt eitthvað..
3 Comments:
hehe vá skemmtó daumur varstu ekki æst og sveitt eftir öll hlaupin í morgun þegar þú vaknaðir
ég veit sko alveg hvað þetta merkir það er sko ööö sko að þú átt að ganga í íra sem leiniskytta já einmitt...
sunna draumaráðningarkona
hehe... Skemmtilegur draumur hjá þér!
Mig var einmitt að dreyma þvílíka steypu í nótt sem innihélt fullt af sælgæti og útilegudót *roðn* sumir sögðu að þetta væri mataræðið að segja til sín :p
Eva.
You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it
»
Skrifa ummæli
<< Home