þriðjudagur, janúar 11, 2005

Síðustu jah eina og hálfa viku hef ég verið í staðlotu upp í Kennó. Nú er sem sagt fyrri staðlotan á enda, fólk heldur heim á leið í allar áttir og alvara lífsins byrjar. Þessa staðlotu er ég búin að vera aðeins minna með mínum bekk þar sem ég kjánaðist til að velja eitthvað meira og þá á öðrum misserum. Í dag leit ég í kringum mig (já ég horfi ekki alltaf beint áfram..) og áttaði mig á þessum gersemum í kringum mig. Bekkjarfélagar mínir eru hreint út sagt stórkostlegir, eða eins og mamma segir mikið frábærlegir! Hef eiginlega ekki verið í svona "bekkjarfíling" síðan bara í Hagaskóla, jafnvel Melaskóla fyrir um 58 árum! Stelpan bara virkilega ánægð með bekkinn :) Já, og nei ég tók engar gleðipillur í dag, hef reyndar aldrei gert það og meira segja get ég ekki kennt svefngalsa um þessa obbossí óvart væmni, hann ekki kominn enn, hann er að versla og kemur ekki fyrr en um 3...
Svo segi ég að ég hafi aldrei tekið gleðipillur, oh well, þegar ég átti heima í ÚSofA, þá prófaði ég svona herbal happiness eitthvað, St.John´s Worth, minnir mig að það heiti. Veit eiginlega ekki af hverju, því ég hef alltaf litið á mig sem þokkalega ánægða stelpu. En nei, varð að prófa, var náttúrulega í ÚSofA, þar sem þú gast fengið valíum á TacoBell og Prozac á Burger King. Ég ekki mikið fyrir svoleiðis, þannig að ætli ég hafi ekki lesið um þetta í einhverju pæjumagazine. Allir sem þekkja mig vita að ég velti mér mikið upp úr því sem skrifað er á glansið...ekki...En svo í Englandi, þá átti ein vinkona mín svona uuu dropa, sem bættu sjálfsöryggið...Lítið brúnt glas með dropateljara, svo átti maður að setja nokkar dropa á tunguna og hey kvíðinn á braut sigldi fyrir daginn! Var stundum kvíðin í stórborginni, svo ég prófaði...aldrei aldrei aftur!!! Hef ekki talið mig skræfu, hef oft smakkað landa en þetta var vibbi Johnson! Rather have rabbits urine than that huh!