laugardagur, janúar 29, 2005

Kvartið allaf hreint ha, já skal vera dúleg að blogga. Það er samt oft þannig að ég hugsa ahh já skrifa það niður en svo gleymi ég því þegar ég sest niður. Dæmi: Ég sit á dollunni og man eitthvað til að skrifa, reyni að þrýsta og flýta mér og langar helst að draga tölvuna inn á klósett, til að gleyma ekki en...of seint. Svo gerist það líka oft að ég kem mér fyrir í makindum fyrir framan tölvuna, logga mig inn og set mig í startholurnar en nehh..viti menn ég þarf að kúka! Fer á settið og þegar ég kem til baka er bara eins og ég hafi kúkað út öllu viti því ég man ekki hvað ég var að fara að skrifa. Þetta eru mínar afsakanir...skoh þetta er byrjað..hleyp og mun koma aftur...skal sanna þetta. Tíminn núna er 00:35 ok einum þrumara síðan og klukkan er 00:37!! Geri aðrir betur!

En þetta fór í gegnum hausinn á meðan ég sat, 2 mínútur af gæðahugsunum: Ég hugsaði um góða kærastann minn sem keypti 3ja mánaða birgðir af semi-mjúkum klósett pappír af systur sinni. Ég hugsaði um það hvernig konan liti út sem átti karlmannsvinnuskóna í World Class áðan. Ég hugsaði að ég ætti enn mest cool klósettsetuna af öllum sem ég þekkti og ég hugsaði um það hvort laugardagsmogginn væri kominn.

Annað, já ég byrjaði í ræktinni fyrir 3 vikum. Líður aldrei rétt þegar ég segi ræktin, en hvað getur maður kallað þetta annað en gymmið?? Nú, það gengur vel, borða oftar en minna, ekkert nammi nema um helgar og DIET-LIGHT bjór...já ég veit, en hey allt fyrir betri línur. Varð frekar sorgmædd síðustu helgi þegar ég og Bjarkinn fórum í ríkið og sáum að þeir væru byrjaðir að selja Cobra bjór ahhhh (Hómer ahhh..). Var búin að ákveða að kaupa lite en þarna var ég sko aldeilis tvístígandi...úfff...en ákveðna ég (NOYNoY), hélt sig við fyrri ákvörðun! Já svo þetta er alveg að gera sig, er alveg dugleg, þjálfarinn ánægð með mig enda búin að léttast þó svo að hún hefði látið okkur vita að ekkert væri eðlilegra en að þyngjast aðeins í byrjun..mkey! Blehbleblehh...sést það nokkuð að ég hef ekkert að gera á föstudagskveldi annað en að tala við sjálfa mig í gegnum bloggsíðuna mína?? En Bjarkinn er að blasta bassann með headphones á, þannig að hann getur ekkert leikið við mig, Loki að sofa bara eitthvað, svo prinsessan skrifa bara..skrifar sig í hel.

Já þetta kall ég BLOGG!!
Bueller anyone?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Híhí... Verð að viðurkenna að ég hugsaði til þess sem þú sagðir í vinnunni um WC tal þitt ;) hehe

En hvað segiru, bara komin í gymmið? Hvað gym er verið að stunda? Ef ég má forvitnast? :p

Eva.

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er málið með þig og kúkasögur, þú slærð öll met í þeim bransanum. En djöfull er ég ánægð með þig, bara farin í ræktina, ertu búin að aflita hárið og fara í 10 sinnum í ljós svona rétt til að fitta inn í hópinn í world class:) Þetta blogg hjá þér er skref í rétta átt, færð prik frá mér.
Kv. Birna Hlín.

11:52 f.h.  
Blogger Huxley said...

Takk fyrir hlý orð!! hoho En já ég skellti mér í World Class, var með mikla fordóma gagnvart þeim stað en ég verð að segja, hann kom mér mikið á óvart! Vissulega leynast þar "þessar" týpur en þetta er mjög blandað og maður týnist þarna inni (á góðan hátt). Já bara fínt barsata, svo frítt í laugina ;) En..verð að fara smá í ljós...úff..talandi um sjálflýsandi vofu, hinar vofurnar myndur skíta á sig ef þær hittu mig in an alley!

3:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work
»

3:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home