laugardagur, febrúar 05, 2005

Það fyndna við vöfflufærsluna var að ég í rauninni gleymdi að tala um þessar góðu góðu vöfflur. Þannig er mál með vexti að fyrir ári síðan akkúrat, gaf yndislega Fanney amma hans Bjarka okkur svona sérdælis ágætt vöfflujárn. Það er úr járni eins og Árni og maður gerir belgískar. Núh, já, ég heyrði svo á mörgum að það væri svo erfitt að gera þannig vöfflur eða þá að það virkaði ekki. Litla netnördið ég, fór á stjá og fann þessa fínu uppskrift. En ákvað að gera hana því árstin mín Bjarkmund, átti afmæli þann 1.feb. og foreldrar okkar m.a. annars að koma í kvöldkaffi. Very grown up sko...Nú, ég hef aldrei, þó ég sé flott í eldhúsinu og góð, skipt eggjum í rauðu og hvítu! Allavega það tókst, svo bara stífþeyta hvíturnar, úff, en ekkert mál. Svo "fold" the eggjahvíturnar inn í deig..þarna hélt ég að ég hefði klúðrað. En nei aldeilis ekki, þær voru PERFECTO!!! Slógu rækilega í gegn, hefði átt að gera áttfalda uppskrift! Svo setti fólk, ís, heita súkkulaði sósu, kókos, jarðaber og/eða banana...sumir rjóma ÚFF!! Need I say no more!!

Já kíkti í Idol til Drammen í gærkveldi, annað skipti sem ég horfi á keppnina blessuðu og mikið-margumtöluðu. Nú við skjáturnar, drukkum allskonar öl með og hvítt, og svo hljóp prakkarinn í okkur. Við niður í bæ..Vildum fara eitthvað sem við förum ekki alltaf, Ditta stakk upp á Rex (eherm) eða Thorvaldsen. Ekki aldeilis! Mín á strigaskóm..og líka bara nei ekki þangað! En fórum á Prikið í einn drykk, skrítið/skrýtið, fannst ég vera svona vasi eða regnhlífastandur á löngum gangi, bæði eru óþörf...Við gúlpuðum í okkur og upp á 22 að d.a.n.s.a.! En fengum ekki öll 15 óskalögin okkar...ég og Dröfn með þéttasta listann, alveg sammála um tónlistina þessar tvær!

Ég sem sagt er nývöknuð, eða svo til, búin að kúka en einhvern veginn veit að ég "kláraði" ekki..þið vitið en sit og hlusta á meðan á Scissor Sisters..mmm já og svo get ég ekki talið upp alla sem vorum með okkur í bænum, það er FBI leyndó....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað segiru? Hvenær er mér boðið í vöfflur :p híhí - Eva

3:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home