föstudagur, febrúar 04, 2005

He alleubba!!
Bjó til hinar bestu belgísku vöfflur sem ég hef smakkað! Hef reyndar ekkert smakkað margar tegundir eða margar svoleiðis vöfflur, en ég var alin upp á venjulegum vöfflum. Afi minn var og er í raunninni, duglegur við að baka þær og svo tók mamma við. Þetta með vöfflurnar heima hjá mér er eins og með let see...já það koma gestir, bara svona á þriðjudegi eða eitthvað, sumir henda kannski hafrakexi og osti á borðið, aðrir þurrt bakkelsi úr bónus en mamma og afi, þau baka vöfflur. Jamms, afi minn kenndi mér líka að flétta hár.

Svo má ég nú til með að segja frá leyndó, hef eytt circa. 8 klst (ekki grín) á netinu að plana einhverja skemmtilega utanlandsferð fyrir moi und Bjarki. Alls konar plön komu upp, skrifaði þau niður í stílabók, "dæmi 1, dæmi 2" og svo framvegis. Það kom upp Ítalía, Eistland, Slóvenía, Holland, Spánn, Þýskaland og Danmörk. En byrjunar hugmyndin var að fara allavega til Berlin og vera smá þar, en hugmyndaflugið mitt hljóp með mig út og suður. Hef ég nú sökum samviskusemi og einstaks raunsæis, ákveðið að biðja Bjarka um að ákveða sko með mér hvort við eigum ekki bara að leigja íbúð í 10 daga í Berlín og svo gista 2-3 nætur í Köben. Tökum Ítalíu seinna og allt það, við erum ung! How do you like?

EKki gleyma svo þessu (sem ég sá á síðunni hans Halla)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst bara vel á þetta ferðalag ykkar :) -Eva

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site...
» »

3:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home