sunnudagur, nóvember 20, 2005

Þetta er kannski ekki rétti tíminn en gaman samt. Okkur áskotnuðust nefnilega miðar á White Stripes annað kvöld.
En ég, snillingurinn knái, ruglaðist heldur betur á dögunum. Hélt að ég ætti að skila verkefnum seinni part vikunnar, en sá svo áðan að nei, þeim skal skilað á mánudag og þriðjudag. Vúbbs. Smá stress, þannig að þessar 70 næstu klukkustundir verða fullnýttar-fyrir utan að sjá Hvítu Rendurnar spila í Höllinni. Úff.

Alveg pínkulítið stressuð og pirruð út í mig. Ég er mjöööög skipulögð með öll þessi verkefnaskil, svo skipulögð að litla systir hafði orð á því.
Hvað klikkaði? Ætli heilinn sé að upplifa overflow??

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég held barasta að heilinn þinn sé að láta þig vita að hann vilji Jólafrí.

Enda ertu búin að vera svo rosalega dugleg í skólanum og átt alla mína aðdáun!

12:10 e.h.  
Blogger Huxley said...

Úff stundum finnst mér ég bara vera rumpa hlutunum af...ekkert endilega vera að gera þá 100% en svona er þetta, það er ekki alltaf hægt ;)

3:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Excellent, love it!
» »

9:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site... »

12:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home