föstudagur, nóvember 11, 2005

Þetta er í eina skiptið sem ég mun rita um Batjelorinn....en verð að segja þetta. Er ekki með Skjá 1 þannig að ég skoða á netinu. Er mikill blogglesandi, þannig að ég afla mér ýmissa upplýsinga með því að sörfa annarra mannablogg.
Ok, það sem ég hef séð að þessum þætti á netinu og lesið af öðrum síðum hefur látið mig komast að eftirfarandi:
Vill að Íris vinni en finnst hún koma best út. Hinar eru ábyggilega mjög fínar og góðar stelpur.... Samt finnst mér þetta concept samt soldið skrýtið allt og myndi sjálf aldrei vilja kynnast e-m svona undir pressu. Anyways, þó ég vilji að Íris vinni þá held ég samt ekki að hún vinni. Why? Já það er einfalt, af þessum þremur sem eru eftir er bara ein að blogga. Og hver er það? Nú hún Íris sundkappi. Og þær sem farið hafa á síðustu vikum, þær blogga líka. Þetta er sem sagt mín kenning. Þannig að ég spái Gunnfríði sigur. En hvað veit maður, ég er bara amatör. En ég hraðspóla í gegnum þættina, bara svo það komi fram....

Annars komst ég að því í dag að mamma er búin að kaupa jólagjöfina mína og þá varð mín sko spennt!! Úff...
Ég er hálfnuð með 2 jólagjafir og verður spennandi að sjá ;)

3 Comments:

Blogger Huxley said...

Æ var að horfa á þáttinn síðan í gær...vona að það sé ekki merki um hver sé að vinna þetta með bloggið...en samt kysstusst þau mest þau Jenný...

6:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe :) Þú ert snillingur Laufey. Ekki veit ég hvernig þú finnur þessi blogg en ég er einmitt í smá vafa um þetta mál. Það er annaðhvort Gunnfríður eða Jenný að mínu mati.

En hvað varðar jólagjafir, ég held ég hafi bara ekki verið svona sein í jólagjöfunum lengi. En ég er ekki byrjuð.

7:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohh já ladytron er voða skemmtilegt!!

kv.
S.T
(sara tunis)

9:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home