Keisaraskurður án deyfingar
Sænsk kona hefur beðið heilbrigðisyfirvöld í Östersund í Svíþjóð um að rannsaka hvort ekki hafi eitthvað farið úrskeiðis síðastliðið sumar þegar hún gekkst undir keisaraskurð áður en deyfingin var farin að virka.
Þrátt fyrir mótmæli konunnar og viðvörun svæfingalæknis og fleiri viðstaddra skar læknirinn konuna upp. Ekki er vitað hvers vegna honum lá svona mikið á að skera, en málið er í rannsókn.
Konan skýrði Östersunds Posten frá sársaukanum þegar læknirinn hóf uppskurðinn áður en deyfingin var byrjuð að virka. Þetta gerðist í júní síðast liðinn. Yfirvöld á sjúkrahúsinu í Östersund segjast ekki draga kvalir konunnar í efa, „það sem rannsakast skal er hvers vegna skurðlækninum lá svona mikið á," sagði talsmaður sjúkrahússins Irene Hoglert, hún sagðist jafnframt ekki vita hvort læknirinn flýtti aðgerðinni vegna þess að hætta steðjaði að barninu.
Móðurinni var ekki kunnugt um neitt hættuástand. „Ef ekkert liggur á þá ber lækni að athuga hvort deyfingin er farin að virka,” segir Hoglert.
Bæði móður og barni heilsast vel í dag.
4 Comments:
OJ
ds*
o my good... en ógeðslegt, læknirinn var örugglega of seinn í golf!!!
ÚFF! Ég hefði sturlast!
Já ég er ekki frá því að ég hefði verið pínku pirruð ef að lænir myndi bara skera magann galopinn og taka krakkann út án deyfingar!! Pínku vont eflaust
Skrifa ummæli
<< Home