miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Það var ekkert í planinu að fjölga í fjölskyldunni en B var eitthvað að vafra og fór inn á kallarnir.is...þaðan fór hann inn á aðra síðu-www.kattholt.is. Við höfum nú reglulega kíkt inn á þá síðu enda kattavinir miklir en ég veit ekki af hverju í ósköpunum hann fór inn á kallarnir.is, kannski er hann heitur fyrir Gilz eða fan. Vona hvorugt! Reyndar veit hann sjálfur ekki af hverju hann fór þarna inn, en svona virka örlögina ekki satt?? Í dag sóttum við sem sagt lítinn 2ja mánaða kisustrák, sem hafði fundist nær dauða en lífi í Grafarholtinu. Já sem sagt til hamingju við! Örk er eitthvað ekki alveg að gúddera þetta, en það kemur ;) Sumir halda ábyggilega að við séu eitthvað að klóra í klikkunarbakkannm en það er allt í lagi. Svo er Loki hérna líka hjá okkur í krúsinni sinni. Ok, núna er þetta farið að lykta svolítið af sturlun :)
Mæli með því að ef einhver er í kattahugleiðingum að kíkja upp í Kattholt. Hefðum við verið að starta búi uppi í sveit, hefðum við sennilega tekið allar kisurnar með. Svolítið skrýtið að vera bara að koma að sækja hann og skilja hina eftir, en litlu og stóru krílin...ææææ. Bara alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið ljótt, sumir allavega.

Man ekki meir, skrýtinn dagur, áfall í B fjölskyldu og mikil sorg. Skrýtið hvað svona kemur pörum stundum, andstæður.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, Til Hamingju með þessa elsku! Ég kíki reglulega á Kattholt.is en því miður er ekki pláss eða tími fyrir annan hér eins og er :/

Enn og aftur: Til Hamingju!

6:47 e.h.  
Blogger Huxley said...

Takk takk!
Las aftur yfir og mikið gasalega getur maður verið djúpur hahahha

7:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home