laugardagur, nóvember 12, 2005

Maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt, jafnvel stundum að gera hluti sem maður hefur ekki gert lengi. Út frá þessari pælingu fékk ég þá hugmynd að koma með svona vikulega uppáhaldslista. Vikulega því maður er oft ekki með eitthvað uppáhald lengi í einu, tja sumt reyndar og það lengi lengi, en sumt kemur og fer, samt nær það að vera uppáhalds í smá tíma. Þó að eftirfarandi atriði séu á listanum fyrir þessa viku, þá þýðir það ekkert að þetta sé allt nýtt, sumt er endurupptekið....jafnvel endurendurupptekið...

Uppáhalds fyrir vikuna: 6.11-12.11.2005
  • Vesturbæjarlaugin að kveldi-á ekki til nóg sterk lýsingarorð. Einfaldlega snilld, stjörnubjart, kaldur nebbi og gufan.
  • Dumle karamellur-já ég get ekkert verið að staupa mig hérna á meðan ég er að læra, þannig að B færði mér þetta ágæta læru-nammi áðan. Nammi.
  • Ladytron (ekki í fyrsta skipti)-sampler af nýja disknum var áðan í spilun og líst mér VEL á, klikkar ekki.
  • Surimi (crabsticks) salat á brauð. Ekki í fyrsta skipti sem ég fæ æði fyrir þessu góðgæti-unaðslegt með plastosti, svörtum ólífum og smá lauk.....jömmí
  • Just like Heaven með Cure- Varð að setja þetta inn því ég er akkúrat að hlusta á þetta-hlusta alltof oft á þetta lag, fæ ekki leið....
  • Wild Horses-The Sundays-Lagið úr þarna myndinni þarna aftur...hef hlustað einnig ótæpilega á þetta gamla Rolling Stones lag...
  • Imogen Heap-Hide and Seek sem var í O.C. þegar mamman var að tapa sér og svo I´m a lonely little Petunia sem var í Six feet under...og by the way may I mention að síðasta sería og síðustu þættirnir voru SVAKALEGIR!!
  • Ok...Dominos mega viku pizzur....guilty!! Ætla ekki að highlita þetta né gefa upp fjölda skipta....

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef maður hefði bara tíma í svona lista :p

10:05 e.h.  
Blogger Huxley said...

Búin að komast að því að það er alltaf tími-gerði þennan lista með máltíð í hönd-er svo fjölhæf! Allt spurning um að nýta tímann...;)

10:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú reyndar, kannski ég ætti að lufsast til að nota tímann núna til að gera jólakortin.
Þar sem að ég veit ekki enn hvort ég muni vera vinna 16klst á dag eða ekki í desember :p

12:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Örugglega ágætt að skella sér í vestubæjarlaugina í myrkri því laugin er svoooo subbuleg. Ég hef gert margar tilraunir til þess að fara í þessa sundlaug og fæ alltaf brjálaða viðbjóðstilfinningu og langar helst að fara 10 sinnum í sturtu á eftir. Er reyndar með smá svona ógeð dæmi gagnvart sundlaugum, en var alveg að hætta því þegar ég byrjaði að stunda vesturbæjalaugina og nú er ég ekkert mikið fyrir sundið. Sorgleg saga.
Kv. Birna Hlín.

9:55 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já sorgleg er hún...ólst upp í lauginni-mamma er hafmeyja og pabbi kolkrabbi. Mér finnst hún rehin og fín samt og alveg sátt :) en ég erkannski bara svo mikill sóði og subba hoho

5:08 e.h.  
Blogger Huxley said...

ohh...bull og vitleysa! Það eru hendurnará börnunum okkar/ykkar sem geyma mestu gerlana...múhahaahah

11:21 e.h.  
Blogger Huxley said...

Og ekki segja mér að þið komið aldrei nálægt neinum rössum!!

11:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home