sunnudagur, nóvember 20, 2005

Fórum saman ég, B, S frændi, H bróðir, A frænka, M kærasta S frænda, Ó frændi-saman út að eta á Vitabar. Namm.
Svo skautuðum við á tónleikana. Fyrst Jakobínarína sem eru knáir litlir strákar. Svo náttlega White Stripes. Og ég er mjög sátt með að hafa farið og í svona góðum félagsskap. Yngsti frændinn er 11 ára og það var unun að fylgjast með honum, hann spilar sjálfur þessi lög þannig að þetta var mikil upplifun fyrir hann.
Já ég er nokkuð sátt, þó svo að núna sé ég komin heim vitandi það að nóttin fari í lærdóm. C´est la vie ekki satt ??!!
Mér finnst jack fínn og Meg líka.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vitabarinn er algjör snilld, var einmitt þar í gær að borða þynnkusteik...!

8:21 f.h.  
Blogger Huxley said...

Var hún mikið þunn...?? ;)

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pían var í svona þokkalegu ástandi... en þú hefur svo sannarlega séð mig verri;) hehehehe!!

8:20 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já nei steikin?? Veit hvernig þú ert þegar þú ert þunn hohoho

7:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home