sunnudagur, júní 11, 2006


Seint í gærkvöldi ákvað ég að kíkja í tölvuna en við vorum að horfa á imbann í stofunni. Svo heyrði ég pínku ponsu mjálm fyrir utan gluggann en hélt að þetta væri bara Gnýr í e-m vandræðum þarna úti en þegar ég gáði sá ég oggu lítinn kettling. Ég þaut náttúrulega út og náði í hana þar sem skinnið mjálmaði fyrir utan eldhúshurðina. Litli rangeygði maurinn er annað hvort týndur eða úr villikattargoti. Hvort sem er, þá munum við auglýsa hana (er læða) og ef ekkert kemur út úr því, þá bara verður hún hjá okkur. Þegar við sögðum búðarstráknum okkar frá þessu áðan spurði hann hvort við værum í e-m sértrúarflokki. Ekki svo langt síðan við létum hann fá augl. þegar Gnýr týndist og svo þar á undan Örk....

Fjör á framabraut! Alltaf gaman í Bogahlíðinni :)