Er soldið andvaka núna. Kannski af því að ég er í fríi en líka út af öðru. Hef lengi velt því fyrir mér hvort ég eigi að skrifa þetta hérna, hvort það sé of persónulegt og viðkvæmt en eins klisjulega og það kann að koma út þá held ég að ég hafi gott af því. Alls ekki af því að einhver gæti lesið þetta og hugsað "æ oh" eða "greyið", heldur kannski til að henda því út úr hausnum á mér. Þá kannski útskýrir þetta ýmislegt fyrir fólki. Ég veit það ekki en ætla að láta mig hafa það, fólk hefur stigið stærri og lengri skref en þetta þannig að þetta er í raun ekkert svo mikið mál. Sumir kannski hneykslast við þetta. Það er líka allt í lagi, þetta er mitt. Það er tvennt og ég ætla að athuga þegar ég er komin áleiðis hvort ég skrifi um bæði. Þetta "tvennt" er nefnilega það sem að ég held hefur haft aðeins meiri áhrif á mig en ég hef viðurkennt. En það er mannskemmandi að halda inni í sér hlutunum, þó svo að þeir sem standa mér næst viti svona nokkurn veginn hvað hefur verið í gangi. Kannski hneykslast ég bara og stroka þetta út.
Fyrir 15 árum var fjölskyldan mín allt að því normal, ég meina við gerðum fjölskyldulega hluti og í raun eyddum við t.d. meiri tíma að ferðast um okkar guðdómlega land en flestar aðrar fjölskyldur. Fyrir 22 árum vorum við ekki svo eðlileg en pabbi minn hefur frá unglingsaldri glímt við landsþekktan og afar algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Frá því um það bil fyrir 20 árum og þangað til 2002 var allt, tja ekki kannski í ljúfa löð en svona ástandið var þurrt eftir mörg hræðileg ár. Aldrei var hann vondur, bara ofsalega veikur maður. En svo þessi 16 ár eða svo stóð hann sig vel. Alveg þurr af öllu. Ég átti alltaf fínt samband við hann nema kannski á unglingsárunum, en er það ekki oft svo? Hann átti hinsvegar ofsalega náið samband við litlu systur sem var gott. Af því hann er ekkert vondur maður. Öll þessi ár voru foreldrar mínir giftir en það reyndi svo sannarlega á bandið. Ef mamma væri ekki eins og hún er, værum við sennilega á Kleppi. Hún vann eins og brjálæðingur og stundaði skóla. Reyndar vann pabbi líka alltaf. Síðan árið 2002 kom ég heim á klakann í sumarfrí. Seint um kvöld lenti ég og sat í smástund með pabba inni í eldhúsi. Það er svo fyndið að ég heyrði ekki fyrst eða tók ekki eftir "kvizz" hljóðinu þegar hann opnaði bjórinn. En svo allt í einu fattaði ég, og hnén á mér lömuðust. Fyrsta reaction var, jú þú verður að fá að prófa þetta og bla bla. En svo þegar leið á fríið, sá ég í hvað stefndi. Síðan þá veit ég ekki nákvæma tímaröð en þessi tími hefur verið hreinasta helvíti fyrir okkur öll. Fyrir ári ákvað mamma að skilja, hún varð að bjarga sinni eigin geðheilsu, og okkar í raun líka. Í alanon er líka sagt að þú getur ekki hugsað um aðra eins og t.d. börnin þín nema hugsa um þig fyrst. Og mikið ofsalega hlýtur að vera erfitt að skilja við einhvern sem maður elskar. Heimilslífið var orið brenglað enda enginn leikur að búa með neytanda. Fyrir rúmu ári var henni sagt af ráðgjafa að hann myndi ekki halda út í neyslu lengur en ár. Það er komið rúmt ár. Ég hef alltaf verið sterka systkinið enda elst og ég er ekkert aum, ég bara höndla að ég held, ekki að hitta hann. Ég sá hann síðast í haust, bara rétt aðeins og þá bjó hann enn heima. Mér finnst ég næstum búin að missa hann, eiginlega ekki næstum heldur alveg. Hef ekkert grátið neitt rosalega mikið út af þessu en þetta er farið að éta soldið innan úr mér. Mitt trick er að vera upptekin, en inn á milli hrynur þetta yfir mig. Ég verð svo ofsalega reið, sár og sorgmædd að ég held stundum að ég sé að fara yfirum. Að einhver vilji eyða sínum síðustu árum með nál í handleggnum heldur en fjölskyldu sinni er mér óráðin gáta. En ég veit innst inni að þetta er illur sjúkdómur sem hefur étið hann upp.
Og ég get ekki gert neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Hérna kemur svo soldið brenglað. Frá því í fyrra hefur mig langað til að segja honum eitt, einhver þráhyggja að þurfa að segja honum þetta en ég geri það ekki núna, það er bara alltof seint og ekkert víst að hann myndi skilja þetta. Í mörg ár eða þangað til í fyrra í rauninni, hef ég glímt við ægilega skemmtilegan átröskunarsjúkdóm. Þegar ég bjó úti gat ég svo auðveldlega falið þetta og ástandið var orðið vægast sagt hræðilegt. Meðleigjendur mínir fóru að taka eftir svo hröðu þyngdartapi að þeir stóðu ráðalausir fyrir framan mig. Þegar yfirlið í miðjum kennslustundum voru orðin mjög tíð var ég send af vinnunni í rannsókn. Ég stakk af og áfram hélt feluleikurinn. Þegar ég flutti aftur heim og með allt í gangi í sambandi við pabba ákvað ég að gera eitthvað. Í rauninni gerði ég ekkert nema segja nokkrum vinkonum frá þessu og þar með var feluleikurinn ónýtur. Ég fór að sjá að ég gæti hugsanlega ekkert komið neitt vel út úr þessu og jafnvel orðið enn meiri byrði á mömmu. Engan veginn til í það. Síðan þá hefur verið erfitt. Allir sem sjá mig hafa væntanlega séð breytinguna á mér. Og það sem meira er, ég hef orðið svo sjúklega hrædd við, þangað til nýlega, að allir kúrar eða átök eða allt það, muni henda mér í einhverja megrunar þráhyggju og að ég fari aftur ofan í klósettið. Ég vildi óska að ég gæti verið svona fyrirlesari um þetta, víti til varnaðar thing, en sem betur fer hefur orðið smá vakning hérlendis. Eftir að ég vaknaði til lífsins hafa ýmis skelfileg áhyggjuefni ásótt mig en ég vinn úr þeim. Það besta sem ég gerði var að segja frá þessu og svo með tímanum er ég að læra að ég er ekkert gölluð vara!
There. Story of my life.
Fyrir 15 árum var fjölskyldan mín allt að því normal, ég meina við gerðum fjölskyldulega hluti og í raun eyddum við t.d. meiri tíma að ferðast um okkar guðdómlega land en flestar aðrar fjölskyldur. Fyrir 22 árum vorum við ekki svo eðlileg en pabbi minn hefur frá unglingsaldri glímt við landsþekktan og afar algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Frá því um það bil fyrir 20 árum og þangað til 2002 var allt, tja ekki kannski í ljúfa löð en svona ástandið var þurrt eftir mörg hræðileg ár. Aldrei var hann vondur, bara ofsalega veikur maður. En svo þessi 16 ár eða svo stóð hann sig vel. Alveg þurr af öllu. Ég átti alltaf fínt samband við hann nema kannski á unglingsárunum, en er það ekki oft svo? Hann átti hinsvegar ofsalega náið samband við litlu systur sem var gott. Af því hann er ekkert vondur maður. Öll þessi ár voru foreldrar mínir giftir en það reyndi svo sannarlega á bandið. Ef mamma væri ekki eins og hún er, værum við sennilega á Kleppi. Hún vann eins og brjálæðingur og stundaði skóla. Reyndar vann pabbi líka alltaf. Síðan árið 2002 kom ég heim á klakann í sumarfrí. Seint um kvöld lenti ég og sat í smástund með pabba inni í eldhúsi. Það er svo fyndið að ég heyrði ekki fyrst eða tók ekki eftir "kvizz" hljóðinu þegar hann opnaði bjórinn. En svo allt í einu fattaði ég, og hnén á mér lömuðust. Fyrsta reaction var, jú þú verður að fá að prófa þetta og bla bla. En svo þegar leið á fríið, sá ég í hvað stefndi. Síðan þá veit ég ekki nákvæma tímaröð en þessi tími hefur verið hreinasta helvíti fyrir okkur öll. Fyrir ári ákvað mamma að skilja, hún varð að bjarga sinni eigin geðheilsu, og okkar í raun líka. Í alanon er líka sagt að þú getur ekki hugsað um aðra eins og t.d. börnin þín nema hugsa um þig fyrst. Og mikið ofsalega hlýtur að vera erfitt að skilja við einhvern sem maður elskar. Heimilslífið var orið brenglað enda enginn leikur að búa með neytanda. Fyrir rúmu ári var henni sagt af ráðgjafa að hann myndi ekki halda út í neyslu lengur en ár. Það er komið rúmt ár. Ég hef alltaf verið sterka systkinið enda elst og ég er ekkert aum, ég bara höndla að ég held, ekki að hitta hann. Ég sá hann síðast í haust, bara rétt aðeins og þá bjó hann enn heima. Mér finnst ég næstum búin að missa hann, eiginlega ekki næstum heldur alveg. Hef ekkert grátið neitt rosalega mikið út af þessu en þetta er farið að éta soldið innan úr mér. Mitt trick er að vera upptekin, en inn á milli hrynur þetta yfir mig. Ég verð svo ofsalega reið, sár og sorgmædd að ég held stundum að ég sé að fara yfirum. Að einhver vilji eyða sínum síðustu árum með nál í handleggnum heldur en fjölskyldu sinni er mér óráðin gáta. En ég veit innst inni að þetta er illur sjúkdómur sem hefur étið hann upp.
Og ég get ekki gert neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Hérna kemur svo soldið brenglað. Frá því í fyrra hefur mig langað til að segja honum eitt, einhver þráhyggja að þurfa að segja honum þetta en ég geri það ekki núna, það er bara alltof seint og ekkert víst að hann myndi skilja þetta. Í mörg ár eða þangað til í fyrra í rauninni, hef ég glímt við ægilega skemmtilegan átröskunarsjúkdóm. Þegar ég bjó úti gat ég svo auðveldlega falið þetta og ástandið var orðið vægast sagt hræðilegt. Meðleigjendur mínir fóru að taka eftir svo hröðu þyngdartapi að þeir stóðu ráðalausir fyrir framan mig. Þegar yfirlið í miðjum kennslustundum voru orðin mjög tíð var ég send af vinnunni í rannsókn. Ég stakk af og áfram hélt feluleikurinn. Þegar ég flutti aftur heim og með allt í gangi í sambandi við pabba ákvað ég að gera eitthvað. Í rauninni gerði ég ekkert nema segja nokkrum vinkonum frá þessu og þar með var feluleikurinn ónýtur. Ég fór að sjá að ég gæti hugsanlega ekkert komið neitt vel út úr þessu og jafnvel orðið enn meiri byrði á mömmu. Engan veginn til í það. Síðan þá hefur verið erfitt. Allir sem sjá mig hafa væntanlega séð breytinguna á mér. Og það sem meira er, ég hef orðið svo sjúklega hrædd við, þangað til nýlega, að allir kúrar eða átök eða allt það, muni henda mér í einhverja megrunar þráhyggju og að ég fari aftur ofan í klósettið. Ég vildi óska að ég gæti verið svona fyrirlesari um þetta, víti til varnaðar thing, en sem betur fer hefur orðið smá vakning hérlendis. Eftir að ég vaknaði til lífsins hafa ýmis skelfileg áhyggjuefni ásótt mig en ég vinn úr þeim. Það besta sem ég gerði var að segja frá þessu og svo með tímanum er ég að læra að ég er ekkert gölluð vara!
There. Story of my life.
6 Comments:
Þetta er svaka blogg hjá þér Laufey, vá. Það er alltaf best að tala um hlutina, það eiga allir við einhver vandamál að stríða og það versta sem maður gerir er að byrgja allt inni. Mér hefur fundist þú dugleg að tala um þessa hluti og nú hefurðu tekið það skrefinu lengra og bloggað um það og að mínu mati er það góð leið til þess að losa um hjá sjálfum sér og jafnvel hjálpa öðrum í leiðinni. Gott hjá þér Lafey.
kv. Birna Hlín.
Ætlaði að segja Laufey. En Lafey er samt fínt nafn:)
Ég er mjög stolt af þér að tala um þetta Laufey mín, veit að það er ekki auvelt!!
Stórt hrós frá mér elsku vinkona :)
ds*
Ég er sammála Birnu um það að þú hefur alls ekki verið að byrgja þessa hluti um pabba þinn inni, ótrúlega opin fyrir því sem gerir sjálfum þér og þeim í kringum þig auðveldara fyrir.
Þar sem þú ert elsta systkynið er álagið líka mest á þér.
Mér finnst þið öll hafa staðið ykkur ótrúlega vel og mamma þín ekki síðst!
Þú ert ótrúlega dugleg laufey - báráttukveðjur frá franz
Ég vildi að þú vissir hvað þú ert ótrúlega mögnuð manneskja Laufey! Það þarf ekkert smávegis hugrekki að horfast í augu við sjálfan sig, eigin vandamál og eigin vanlíðan. Hvað þá að hafa kjark til að segja öðrum frá því. En svo með því að gera það sem þú gerðir núna ertu búin að taka þetta á annað plan! Þú ert greinilega staðráðin í því að láta þína erfiðu reynslu byggja þig upp og gera þig sterkari svo þú getir orðið öðrum í svipaðri stöðu hvatning og innblástur. Það er það stórkostlegasta sem við mannfólkið getum gert! Stórt knús frá mér :* -Helgan
við eigum öll eitthvað leyndarmál eða sögu sem okkur líður ekki vel yfir. ég hef komist að því að manni líður betur þegar maður tjáir sig um hlutina en þegar maður byrgir þá inni. og þér leið alveg pottþétt mun betur eftir þessa færslu. haltu áfram að standa þig vel, enda ertu snillingur
Skrifa ummæli
<< Home