Kallaðu mig crazy en ég er með pjönku craving í Martini. Reyndar finnst mér að til að mega drekka Martini þurfi maður að vera soldið dressaður upp. Kjóll, aðhaldssokkabuxur og vel lagað hár. Allavega. Kannski selskapsveski og fallegir skór. Er að hugsa um að kaupa mér Vermouth spray, dressa mig upp og fá mér. Reyndar ekkert á næstu dögum en bráðum.
Það sem er ennþá meira fancy er að við ræddum léttilega um okkar ferðahagi á næstunni. Í haustfríinu verður kannski farið til London en frændi B er að festa kaup á húsi og vantar frændann sinn til að hjálpa sér við hitt og þetta. Hann kallar þetta working holiday en ég veit að það yrði meira stuð en vinna enda ungur og hress. Svo er það skíðaferðin í vetur, en sennilega og vonandi förum við með ma og pa B til Austurríkis eða Ítalíu. Alveg þörf á því enda fórum við einu sinni á bretti í vetur.....
Svo, svo...næsta vor, um páskana eða um sumarið---->til BNA AFTUR! Ég hjarta NY og því komin með smá fráhvarfseinkenni. Þetta yrði þá smá útskriftarferð. En hver veit, plön breytast en sem betur fer ekki eins oft og veðrið á þessu blessaða skeri!
En það yrði yndi að fara aftur út, taka smá NY pakka á þetta og fara svo jafnvel til Savannah, Georgia þar sem Dísa frænka á íbúð.
Mmmmm.
Það sem er ennþá meira fancy er að við ræddum léttilega um okkar ferðahagi á næstunni. Í haustfríinu verður kannski farið til London en frændi B er að festa kaup á húsi og vantar frændann sinn til að hjálpa sér við hitt og þetta. Hann kallar þetta working holiday en ég veit að það yrði meira stuð en vinna enda ungur og hress. Svo er það skíðaferðin í vetur, en sennilega og vonandi förum við með ma og pa B til Austurríkis eða Ítalíu. Alveg þörf á því enda fórum við einu sinni á bretti í vetur.....
Svo, svo...næsta vor, um páskana eða um sumarið---->til BNA AFTUR! Ég hjarta NY og því komin með smá fráhvarfseinkenni. Þetta yrði þá smá útskriftarferð. En hver veit, plön breytast en sem betur fer ekki eins oft og veðrið á þessu blessaða skeri!
En það yrði yndi að fara aftur út, taka smá NY pakka á þetta og fara svo jafnvel til Savannah, Georgia þar sem Dísa frænka á íbúð.
Mmmmm.
4 Comments:
Já mar, takk fyrir að minna mig á martini-ið;) var búin að gleyma því en það verður keypt strax í næstu búðarferð!!!
sdods
NY rokkar.... ;o) Ég mun hugsa til þín þegar ég spóka mig í Village í ágúst...
Tilkynnti það í morgun þegar ég vaknaði að einn daginn flyt ég aftur þangað út. Hana nú!
Maður var nú bara komin með Martini glasið í aðra höndina þegar ég las fyrstu línur færslunnar, svo skemmtilega orðuð.."selskapsveski" og "aðhaldssokkabuxur"...bara snilld!! :)
Og varðandi nýjustu færslu þá gæti ég sko skrifað heilt bókabindi, allavega ritgerð um hvað Íslendingar eru bíræfnir og tillitslausir í umferðinni, og ekki bara það og ekki bara Íslendingar, mannskepnan getur bara verið svo grimm.
En nóg um það....maður verður bara eitthvað svo reiður...
Skrifa ummæli
<< Home