mánudagur, júní 19, 2006

Afslappelsið var svo svakalegt að ég er bara andvaka núna. Ofsalega fín helgi, og þrátt fyrir að sjónvarpið hafi logað og við verið vatnslaus þá var þetta eins og ávallt, unaður út í gegn. Mamma og pabbi B komu í þjóðhátíðarmat og svo fórum við í stutta göngu að sýna þeim umhverfið. Þau áttu hreinlega bara ekki til krónu yfir þessu öllu og fannst skrýtið að það væri ekki búið að byggja fleiri bústaði, en það hafa ekki verið byggðir neinir nýjir í þau tuttugu árin sem við höfum verið þarna. Held að bóndinn vilji það ekki og ég er sátt við það, rólegt og fallegt umhverfi. Útsýnið þarna er líka engu líkt-fjöllinn....ahhh.
Nóg um það, við dæstum þegar við nálguðumst borg óttans. B er líka svo bóndalegur þegar hann tekur sig til og mætti í raun halda að hann væri úr sveit. Hver veit nema draumur okkar rætist og við flytjumst upp í sveit, ekkert of langt, bara nógu langt.

Pabbinn að kyssa litluna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home