mánudagur, júní 12, 2006

Allt snýst um tilviljanir, ekki það að ég hafi ekki vitað það áður en ég var bara aldrei 100% viss. Ef ég hefð ekki verið inn í tölvuherbergi akkúrat þessar 2 mínútur sem ég var, eða ef ég hefði ekki farið með Hróa Hetti á síðustu öld á forsýningu á Get Shorty, hefði ég aldrei heyrst í litlu rækjunni. Og hvað þá? Þetta er barasta ekki í fyrsta skipti sem villt grey rambar á okkar hurð. Neibb, við höfum samt alltaf náð að koma þeim heim, enda veit ég fátt verra en að vera búin að týna kisa. En þessi skonsa er bara alveg týnd, enginn svarar auglýsingunum okkar. Þetta er bara hrikalega sorglegt. Sorglegt í þeirri merkingu að kannksi er e-r búinn að týna henni en nennir ekki að leita en ekki sorglegt að því leyti að hérna líður henni allavega ekki illa. Hún er svoooo lítil en alveg mega óhrædd, stekkur og flýgur um allt og ég gríp bara fyrir augun. Svo sefur hún bara í handakrikanum mínum.

Ok, að öðru, mamma hefur alltaf kennt mér að ég geti aldrei skammast mín fyrir neinn annan en mig eða sko aðra en mig þar sem ég er ekki hestur. Well, samt sem áður gæti verið að þetta boðorð hafi fallið á föstudaginn...ég veit það ekki en biðst allavega vega forláts á minni ó-laydilike hegðun-þið takið þetta til ykkar sem eydduð bróðurparti kvöldsins með mér....

Then again, þá er ég ekki þekkt beinlínis fyrir að vera dama í þeirri ofurmerkingu.

Ef ykkur langar til að horfa á brútal og sóðalega þætti þá mæli ég með Deadwood. Ég tel mig flotta í enskunni en stundum skil ég ekkert hvað verið er að röfla um í þættinum. Þarna er mikið um: morð, svín sem éta lík, dirty kúreka, "vinnukonur" með allskyns kláðasjúkdóma, sveitta barþjóna, nærfatasamfestinga og (fáránlega mikið) af blóti-alvöru bann-blóti. Þar fyrir utan er ein voða pen og fín kona, einn ágætlega sætur karlmaður og lítil norsk smástelpa.
Jú þetta er þáttur um landnema BNA... Já og, ég er aðeins á fyrstu seríu...Og annað já, Keith Carradine leikur einn svakalegan. Þið munið eftir honum úr einu Friðriks-floppi.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heyhó LU..... hringdu í mig og hittumst, glatað að vera saman í fríi á sitthvorum staðnum;)
847-5550
++++++++sdo+++++++

10:06 e.h.  
Blogger Huxley said...

hey já satt segirðu, er samt búin að vera á fullu þessa dagana-fríið kannski ekki alveg byrjað ;)

Var að hugsa um að kíkja í bæinn á morgun eða hinn-ertu geim?

1:11 e.h.  
Blogger Huxley said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:13 e.h.  
Blogger Eva said...

Híhíhí... var að taka eftir "nýja" linknum á mig ;) ekki slæmt verð ég að segja. Hef því miður ekki skrifað neitt af ráði nýlega, þarf að fara breita því...

9:46 e.h.  
Blogger Huxley said...

Heyrðu, þú lætur mig þegar þú þeysist fram á ritvöllinn ;)

10:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey hey....... já ég er til í bæjarferð....... call me dear;)
sdo

12:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Cool blog, interesting information... Keep it UP water filters by delta http://www.paxil-1.info/Lexapro_online.html Levaquin albuterol Pda traffic Maintenance accutane Eames plastic side chair dsw Nissan armada le price Alpha lipoic acid rosacea Used mercedes seattle 1998 pontiac grand prix oil light reset xanax with alcohol gao military life insurance reports Cheap anit spam blocker for win xp alarm system installation

2:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

a bathing ape
hermes belt
palm angels outlet
hermes outlet online
supreme outlet
golden goose
kyrie 6
goyard handbags & purses
yeezy boost 350
travis scott jordan

6:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home