miðvikudagur, júní 14, 2006

Er hægt að trúa á karma og á tilviljanir og að þær leynist alls staðar?
Karma hefur verið ofarlega í huga mér undanfarið-svolítið lengi, veit að þetta hljóma vel klisjulega en þetta er satt. Elska allflest dýr, önnur mun meira en sum en ég er með netta köngurlóarfóbíu. Nett is an understatement. Stundum svo mikla fóbíu að ég frýs og mér verður flökurt-hef ælt....
En, núna og í eilítinn tíma fæ ég alltaf samviskubit þegar ég læt skó falla á eina slíka en hvað get ég annað gert..?? Já ég veit, það eru milljón aðrar aðferðir, átti það til að ryksjúga þær upp hér áður fyrr en það var og er bara ekkert betra. Í kjölfarið fylgdu þær allra svakalegustu martraðir sem ég hef fengið. Einnig fæ ég alveg nagandi líka þegar ég pikka upp silfurskottur með skeinispappír, og þó mér finnist þetta alveg ótrúlega flott skordýr, þá bara nenni ég ekki að safna þeim.