fimmtudagur, júní 22, 2006

Sagði ömmu frá merkingunni á grillinu, hún kallaði í afa og sagði glöð að þau þyrftu ekki að grilla framar. Svo fyndin hún amma. Og afi. Einu sinni, þegar mamma og pabbi voru að byggja við húsið, flutti ég smá til þeirra. Bjó sem sagt í sama herbergi og margir aðrir fjölskyldumeðlimir hafa gert í gegnum árin. Amma og afi segja nefnilega aldrei nei við fólk. Nei ég held bara aldrei. Allavega, þegar ég var svona 18 ára um verslunarmannahelgi, kom ég snemma um morgunin heim með einni vinkonu minni. Mjög þreyttar lögðumst við í koju og steinláum...lengi. Svo heyri ég að amma bankar, opnar og segir við mig að þau séu að fara til mömmu eða eitthvað og hvort ég vilji koma með. Ég, enn sofandi neitaði.
Svo seinna um daginn er ég að tala við mömmu í símann, þegar hún skellir upp úr og segir:,,Amma þín segir að þú sért lesbía og hafir komið með kærustuna heim!" Ekkert að því, en þetta var nú samt bara vinkona. Málið er að amma sagði þetta pollróleg eins og ekkert væri en mömmu fannst þetta afar skondið. Veit ekkert af hverju ég skrifaði þetta. Not a clue.

Hef alltaf lesið mikið-stundum fór ég ósofin í skólann sem krakki því ég gat ekki hætt. Það voru ekki bara ein tegund bókmennta sem ég las, heldur las ég oftast (er meira choosy núna) eiginlega bara allt sem ég komst í. Ég eyddi til dæmis klukkutímunum, jafnvel dögunum saman að lesa ALLAR Öldin okkar bækurnar hjá afa. Draugavesen, morð, veiðar, sjúkdómar og fleira djúsí. Ætla að lesa þær allar bráðum aftur.
Svo las ég Sögu Önnu Frank nokkrum sinnum líka hjá ömmu og afa, og grét í hvert einasta sinn. Man að síðast þegar ég las hana grét ég ekki bara, heldur var ég með flóðblóðnasir og las helminginn á hvolfi.

Aðra bók hef ég lesið nokkrum sinnum og frétti svo síðar að bróðir minn hefur gert nákvæmlega það sama. Býr Íslendingur hér er um Leif Möller, sem var handtekinn því þeir héldu að hann væri njósnari. Hann slapp úr fangabúðum í Þýskalandi og þagði alltaf um þetta. Þangað til hann var að deyja. Mögnuð.

Einu sinni áttum við að skila inn til kennarans hversu margar blaðsíður við lásum, t.d. kvöldið áður. Ég skilaði svo absúrd mörgum að hún hélt það væri eitthvað að mér. Held hún hafi viljað svo sönnun frá mömmu-en mamma þurfti alltaf að kvitta undir.
Svo var ein bók sem ég manlíka eftir, en ég las nú ekkert í henni-rakst óvart á hana einu sinni og roðnaði. Sú hét Sjafnaryndi og hver sá sem veit hvaða bók það er fær Braun-blender í verðlaun (krulljárnin eru búin).
Núna er ég að klára Lullaby eftir Chuck Palahniuk. Á náttúrulega að vera löngu búin með hana en hún, ásamt fimm öðrum vinkonum hafa beðið eftir mér á náttborðinu líkt og vodkaþyrstar vinnukonur mest allan veturinn. Ég er komin elskurnar!

****Smá update****
Fyrir löngu varð uppselt á Belle and Sebastian tónleikana báða, við vildum fara á Borgarfjörð Eystri til að hlýða á þetta snilldar band. Uppselt! Og það strax. En í dag fékk ég að vita að ég er að fara jei jei. Svona er að þekkja fólk með sambönd hahaha. Elska sveitina, elskana!

10 Comments:

Blogger Tryggvi Már said...

obbosí, mamma átti sjafnaryndi og á sjálfsagt enn...hef ekk enn haft kjark í mér til þess að ræða þennan hluta bókasafnsins við hana.

8:39 f.h.  
Blogger sunns de la planta said...

sjafnaryndi ---- kannast eitthvað við þetta en segir nafnið til um hvað bókin er eða ??

8:54 f.h.  
Blogger Huxley said...

Nja, nei í rauninni ekki-ein vísbending (fyrir alla nema Tryggva): Hún er afar myndskreytt, bæði fornar asískar og svo teiknaðar "venjulegar".

2:25 e.h.  
Blogger sunns de la planta said...

hummmm nú þegar ég fattaði að þetta orð er svipað og sjafnarbyndi þá sé ég bara það fyrir mér

9:57 e.h.  
Blogger Huxley said...

hvað er sjafnarbyndi?

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Held að það sé bleyja fyrir fullorðna....
allavega ansi þykkt dömubindi :) hahaha
ds

11:10 f.h.  
Blogger sunns de la planta said...

jáps alveg rétt hjá þér kella

9:31 e.h.  
Blogger Eva said...

Bloggin þín eru alltaf jafn mikil snilld Laufey!!!

10:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

What a great site Free black only hardcore fucking videos Celebrex sideeffect seagate hard drives appliances Settlement cancer asbestos attorney mesothelioma law11 E740 barcode reader

9:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

tramadol online buy tramadol store - tramadol 200mg dosage

7:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home