miðvikudagur, júlí 05, 2006

Ég vakandi, seint-NEVER!

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt en um daginn lærði ég ögn meira um strikamerki. Hvað þau í rauninni segja manni. Þetta er afar einfalt og þegar ég var búin að gúgla eins og sveittur hundur, upphófst skápaleikur. Það er, hvaðan koma vörurnar mínar. Og get ég sagt ykkur það að trélitirnir mínir koma frá Bretlandi! Hvert land er með sér code (hence enska nafnið bar code) og eru það fyrstu 3 stafirnir á strikamerkinu. Stundum stendur að vara sé til dæmis frá umm Palestínu en er ef strikamerkið er skoðað kemur varan í raun frá Ísrael og það viljum við ekki, háalvarlegt mál! Ég ætla ekki að læra þau öll utanbókar en hef síðuna bookmarked. Þessa hérna. Mæli með því að allir skoði þetta.

Á morgun er plan. Fyrst ætlum við Dröfn að fara á ströndina og fá smá vítamín í kroppinn. Prótein ehhh nei ekki við saman en D-vít og vel af því. Svo ætla ég upp í Brimborg og athuga hvort þeir vilji ekki taka bílinn minn og láta mig fá einhver annan sniðugan í staðinn. Er spennt yfir þessu enda algerlega búin að fá æluna yfir hinum. Svo ætla ég að bruna í Keflavík á ball...grín, að sækja mömmu en hún mun koma frá Helsinki. Jei kannski fæ ég saltpillur. Ef tími gefst, þá ætla ég að reyna að kaupa gardínur í Ikea þar sem uhumm ég föndraði óvart hinar næstum í burtu og ef það gefst enn meiri tími ætla ég að kíkja með litluna til Dagfinns.

Hey þá man ég eitt fyndið sem gerðist í síðustu viku. Ruslastrákarnir komu og allt í einu fóru þeir að leika við Gný og litluna í glugganum. Svo tók einn eftir því að hún væri rangeygð. Og þá hópuðust þeir allir að glugganum. Ég stóð á bakvið í kasti en þeir vissu ekkert af mér. Fór að hugsa, ég hef bara aldrei séð kött áður sem er rangeygður, eða bara eitthvað annað dýr! Hún er bara sæt baun.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá laufey, þetta með strikamerkið...... erum við eitthvað að nenna þessu???
kisss
sdo

7:08 e.h.  
Blogger Huxley said...

Nei nei ekkert alltaf, glætan. En efmaður ætlar að sniðganga vörur frá ákveðnu landi þá vill maður vita þetta. Það eru ákveðnar vötursem koma mest frá sumum löndum og því lærist þetta fljótt :)

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eru svona ruslakallar ekki allir hálfskrítir...
nei... bara...
:o)

12:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home