Uppáhaldið mitt þessa dagana er að horfa á sjónvarpið. Ég veit, frekar sorglegt en þegar maður er einn daginn með sjötíu og eina stöð en var hinn daginn með eina, þá breytir þetta ákveðið miklu í lífsmynstri manns. Ef svo má segja. Ég veit að þetta varir ekkert lengi en afslappelsi upp í sófa með fjarstýringuna er unaður. Ein af uppáhaldsstöðunum mínum BBC food er komin-Ainsley er ofurhress og bóndabýlið hans Jimmy er fyndið. Eastenders á BBC prime er komið langt frá því þegar ég fylgdist með því en allir fræðsluþættirnir á hinum stöðvunum eru ó svo uuu fræðandi. Horfði á sorlegan þátt um fegurðarsamkeppnir 4 ára stelpna, reyndar gamall þáttur en djí lúí! Svo skipti ég yfir á Americas hardest prisons og sá svona aðra hlið á manninum. Mjög áhugavert skal ég ykkur segja. Soldið súr að fá ekki aðgang að kláminu en sætti mig svosum alveg við það, hefði samt viljað sjá Britains Seaside Sluts í gær....
Sjónvarpið er svona rúsína rétt eins og ég væri í Lovaas meðferð-ég læri og fæ verðlaun. Fyrsti þáttur í Prison Break var sú fyrsta, en þeir eru í uppáhaldi. Jæja, frímínútur.
Sjónvarpið er svona rúsína rétt eins og ég væri í Lovaas meðferð-ég læri og fæ verðlaun. Fyrsti þáttur í Prison Break var sú fyrsta, en þeir eru í uppáhaldi. Jæja, frímínútur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home