þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Já ég held að okkur sé ekkert ætlað að búa hérna en í núna er hugsanlega lausn í sjónmáli. Málið er að ætlun okkar var að vera hér þangað til við keyptum okkar eigið. Það er erfiðara en við bjuggumst við þó svo að leigan sé hagstæð. Fyrir utan orkuþjófnaðinn sem á sér stað þá bara er þetta ekki þess virði. Vildi óska þess að ég gæti slökkt á þessum pirring, þessari reiði en það er ekki svo auðvelt. Við erum búin að standa í tómu veseni síðan um áramótin 2004 og núna erum við aftur á byrjunarreiti. Nýju gellunni í íbúðinni fyrir ofan er svo unaðslega skít sama þó svo að hún sé með læti, bara eins og það komi henni ekki við. Hún er bredda og eina sem ég heyri þegar ég (og hún) er heima er helvítis frekjulega röddina hennar. Þessi blokk er náttúrulega einangruð með heyrnalausa í huga og heyrist allt eins og ég hef svo oft komið inn á, núna heyrist bara meira. Við hinir íbúarnir settum upp skilaboð á ganginn, bara um umgengni og almenna tillitssemi en kannski þekkir hún ekki þessi semi-löngu orð. Kannski bara ekki. Einhver sagði við okkur að gefa henni sjéns en málið er bara ekkert svo einfalt. Hún er að framleigja íbúð að peyja sem við höfum verið að díla við lengi. Hún er að eigin sögn forfallinn kynlífssjúklingur (greyið) og þar að auki ein af þessum málglöðu. Við þekkjum til hennar og vitum bara alltof mikið um hana til að vera bara ,,æ greyið, ekki dæma hana..blablabla". Svo byrjaði hún líka vel en nennie kki að faraút í það.

En að lausninni. Hugmynd hefur verið á lofti um að koma stóra bílskúrnum hennar mömmu upp en grunnurinn er tilbúinn. Við settumst því niður og teiknuðum þetta upp, reyndar eru allar teikningar ready en settum inn milliveggi og svona. Út kemur rétt rúmlega 50 fermetra íbúð plús geymsluloft á besta stað í bænum. Þarna myndum við svo vera þangað til útborgun er orðin nægileg í okkar eigin höll. Foreldrar okkar beggja eru spenntir yfir þessu og á morgun verður fundur. Þetta ætti ekki að taka langan tíma og hver veit nema við verðum komin innan árs þarna inn. Jei, hlýnar í maganum og hjartað mitt róast. Allir hlutir gerast náttúrulega af því þeir eiga að gerast. Mamma kallar þetta pakka frá einhverju æðra valdi og ég er viss um að þetta sé bara einn af þessum stóru pökkum sem koma sjaldan en koma þó. Sumum finnst þetta ekkert mál en heimilið mitt er minn staður og á sínum stað á maður að vera glaður með allt.

1 Comments:

Blogger Eva said...

Úff, þessi nágrannar eru alveg hræðilegir! Ég skil þig bara alveg rosalega vel og vona ég að ykkur gangi vel á fundinum og að skemmtilegar breytingar eigi sér stað fyrir ykkur á næstunni :D

9:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home