Kalliði mig bara Nightingale en ég get fullyrt það að ég hef aldrei á ævinni séð svona veika manneskju. Það eru náttúrulega sjúklingar á sjúkrahúsunum sem maður hefur séð en aldrei hef ég upplifað neinn svona lasinn eins og hann herra B er búinn að vera í dag. Það er bókstaflega allt að og trúið mér þegar ég segi að "lyftan" er gjörsamlega biluð, fer bara upp og niður sitt og hvað og stundum meira segja bæði upp og niður á sama tíma....eherm. Vorkenni honum bara ofsa mikið og varð meira að segja örlítið skelkuð í dag þannig að ég hringdi bara í tengdó.
111
Ég hins vegar keypti notað sjónvarp handa mér og kjúklingnum í dag og leið okkur eins og við værum í bíó áðan þegar við vorum að horfa á Alias. Brósa fannst þetta fyndið en hann þurfti að bera þetta úr bílnum þar sem B er rúmfastur. Svo fannst honum líka fyndið að við værum að kaupa notað sjónbart. Ég tilkynnti honum að ég væri sko ekki að fara að eyða offjár í imbatæki en að okkur vantaði aðeins betra en 20 ára gamla Hitachi tækið sem við vorum með (á hjólum takk fyrir). Reyndar finnst mér það sætt tæki en þetta huge risastóra gamla nýja, er ekkert svo gamalt og við fengum þá á mjög fáar krónur. Dolby stereo og allt.... Mjög gaman.222
Okkur vantar borðstofuborð, langar í tekk stíl-ekki úr Tekk búðinni heldur original tekk. Ef einhver veit um slík húsgögn give us a holla!
Horfðum á mjög skemmtilega mynd um daginn, The Squid and The Whale-mæli með henni. Hún er sutt en góð :)
4 Comments:
æææ greyið Bjarki..... ömó að vera veikur og sérstaklega á sumrin - ert þú nokkuð orðin veik núna ?
Til lukku með sjónvarpstækið nýja !!!
góða helgi,
sdo
Jább heldur betur, held meira að segja að litla sé líka lasin....ömurlegt
auj auj ææææ........ þvílíkt ástandi í Hlíðunum!
Bötnunarkveðjur til ykkar og kisu !
sör
Til Lukku með nýja Imbann :-) hef bara ekki komist í að lesa bloggið þitt lengi en er búin að ná þessu upp núna, smá stærðfræðipása í gangi :)
Skrifa ummæli
<< Home