þriðjudagur, júlí 25, 2006

Ég er svolítið sár út í RÚV og er að hugsa um að senda þeim annað email. Kannski svöruðu þeir mér ekki af því að ég skulda tvo gjalddaga, ég veit maður á alltaf að borga reikninga en ég er að þrjóskast með þennan. OK, borga hann núna. Djö.

Anyways, særindin eru ekki vegna afnotagjaldanna, nei ég er pirruð út af þeim ekki sár. Ef ég væri sár útaf þeim væri ég nú meiri pjallan og það er ég nú ekki. Nei, særindin stafa af öðru. Í síðustu viku skrifaði ég þeim og spurði hví þeir fjölluðu ekki að minnsta kosti einu sinni um Færeyjartúrinn. Sá túr er 5 daga stíf hjólakeppni, ca. 330 km hjólaðir og enginn á dópi. Já brósi vann í fyrra og varði titilinn núna. Það eina sem ég sagði var að ég skildi að þeir fjölluðu um Tour de France, enda sennilega erfiðasta heildaríþróttakeppnin sem fer fram ári hverju. En, af hverju ekki að skjóta því inn í að það eru 5 íslendingar að keppa í Færeyjum og ef ég má segja, þá hefði verið sniðugt að koma með þessar tvær fréttir saman. Þetta er ekki spurning um stolt, eða jú auðvitað spilar stoltið inn í en það er ekki aðal ástæðan. Skil bara ekki af hverju ekki er fjallað um íþrótt sem hey einhverjir samlandar eru að standa sig vel í og jafnvel vinna. En nei, golfið og það hvaða leikmenn Juventus er að selja er mun mikilvægara. Ekkert er eitthvað mikilvægara, bara hafa jafnt. Æ skiljú?

Það kom sem sagt einn "moli" á sunnudaginn í svona skjáfréttum helgaríþróttatímans: "Hafsteinn vann Færeyjatúrinn". Er viss um að margir viti bara ekkert um hvað þetta var.

Það mætti halda að ég væri voða bitur kona, eða ítölsk. Nei, alls ekki bitur og ekki ítölsk að ég viti til. Allt voða gaman. Á laugardaginn var gaman, allavega hjá mér enda finnst mér ofsa gaman að bjóða fólki í heimsókn. Svo er það bara Borgafjörður Eystri með smá ferðalagi þar í kring á næstu dögum. Ó hve glöð er vor æska....

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Stefnir Hafsteinn á tour de france? voðalega væri nú gaman að vinka honum hérna frá Chonas l´amballan við tækifæri!!! En þeir kauðar þutu hérna fram hjá fyrir skömmu! Ótrúlega er hann activur strákurinn, sshhiittttt. Og aujjjj að hjóla upp brekkur endalaust, not my style.
Og mér finnst belle and sebastian tónleikarnir í sveitinni hljóma ótrúlega spennandi... örugglega skemmtilegra þar en í bænum:)

8:25 e.h.  
Blogger Huxley said...

Ja ég segi allavega að hannætti að reyna við France.

Get ekki beðið eftir ferðalaginu!

8:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey, ég ætla að hlusta á tónleikana á lau. á rás2 :)
sdo

8:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og taka þá upp!

8:55 e.h.  
Blogger Huxley said...

og hugsaðu um okkur í crowdinu

9:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home