föstudagur, júlí 14, 2006

Gleymdi einu.
Þegar við komum heim í gær sáum við sýn sem ég hef barasta ekki séð síðan í Nam eða var það Amazon? Allavega, er við lögðum fallega station lánsbílnum okkar sá við valsa yfir götuna eitt stykki rottu. Fyrstu viðbörgð mín voru "oj" "gvöð" og "ég kúgast". En eftir smá stund og eftir að hafa fylgst með henni reyna að troða sér aftur heim-ofan í ræsið, fór ég að vorkenna greyinu. Frekar stór en samt kannski bara unglingsrotta og hafði hún greinilega orðið viðskila við án efa stóran systkinahóp. Hugsanlega leita þau nú hennar ákaft. Hún ráfaði þarna rammvillt en ég skildi við hana undir bíl við hliðina á blokkinni.
Nú, ég vil endilega meina að ég sé ekkert alltof grimm en ákvað að senda póst á meindýravarnir ríkisins og boy ó boy! Þeir eru ekkert að hangsa, svöruðu strax og nú býst ég við meindýravarnarhernum í götunni. Samviskubit? Já verð að viðurkenna það en hver vill hafa rottufaraldur í hverfinu sínu-auk þess eru kisurnar mínar vegetarians þannig að allar freistingar eru bara óþarfi. Slæmt karma? Ójá, en ég bæti það upp á annan hátt.

Annars hafa fréttir af Gaza átt stóran hluta af hugsunum mínum og nýti ég miðla netsins sem og CNN í Baðhúsinu til að fylgjast með. Ætlar þetta engan endi að taka!??!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it »

3:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home