mánudagur, júlí 10, 2006

Mikið er ég ánægð að Ítalía hafi fengið þessa reyndar ljótu gullstyttu. Ég verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér þegar Zidane gékk útaf og framhjá styttunni, enda var þetta ljótt sem hann gerði. Heldur hann að hann sé tuddi? En ótrúlega skammarlegt að enda ferilinn langa með Frakklandi svona. Suss og svei, ætti að vera búinn að læra að hafa stjórn á skapi sínu-þó svo að hinn hafi sagt ,,mamma þín" eða eitthvað álíka. Skiptir engu, þetta var óþarfi hjá skallakappanum Zidane. Kannski hefði hann nú samt alveg mátt koma inn á til að taka á móti silfrinu, en reglur eru reglur. Vorkenndi samt smá sæta Trezeguet, þegr boltinn bara fór ekki inn-stöngin..og út. Æ hvað þetta var svekkjandi. Ohh. Fyrir hann ekki ítalíu, múahahhahaha.

Ætla að vera með ítalskan mat mán-fim í tilefni sigursins. Spaghetti, baked ziti, meatballs, vodka penne jafnvel. Jömmí! Eins gott að þeir unnu, kann ekkert að gera snigla. Og langar bara ekkert í.
***********
Já nei ég er ekkert búin að vera neitt svaðalega heppin síðustu tja vikuna eða svo. Byrjaði þegar ég týndi inneignarnótunni í Nakta apanu frá B, enda bara kvittun. Ég flippaði, leitaði í ruslinu og bókstaflega rústaði íbúðinni, enda týni ég aldrei neinu til frambúðar-er ótrúlega góð að finna hluti. En ekki nótuna, farin og grafin. Ótrúlega sár. Svo á föstudaginn fór ég með bílinn í söluskoðun í Brimborg því við ákváðum að vera ekkert að gera við hann fyrir kannski 200 kall. Ég fékk annan bíl að láni sem ég var að hugsa um að kaupa fyrir okkur. Fór svo til ömmu og afa og þangað hringdi söluráðgjafinn og tjáði mér að þeir myndu ekki láta mig fá mikið fyrir bílinn, það þyrfti að gera svo mikið við hann. En upphæðin var sjokkerandi og ég já fékk sem sagt sjokk. Hvað gera bændur þegar boðið er í allar rollurnar þeirra bara einn pottur af mjólk og eitt hangilæri? Ég bjallaði í frænda hjá Toyota alveg stjörf og hann varð soldið hissa að ég hafi farið í Brimborg. Náttlega sér um sína og sagði að hinir (Brimborg) segðu fólki oft svona, og sumir ábyggilega desperate að losna við bílana-láta þá fá þá fyrir slikk. Oh jæja. OK ég til frænda en fyrst að skila lánsbílnum og sækja greyið bílinn sem enginn vill. Á leiðinni, er ég var að keyra upp brekkuna framhjá Ingvari Helgasyni (best að nefna sem flest umboð hérna), keyrir einhver maður sem er að fara að beygja til vinstri úr gagnstæðri átt út á Ártúnsholt í veg fyrir mig. Greyið var bara ekkert að hugsa en ég var afar pirruð þar sem ég var á lánsbíl! Djö,ans, hel, ohhhhh. En þetta reddaðist, ég náttlega í 140% rétti og Brimborg græddi þarna bara sprautun á annars slæmt lakk bílsins. Alveg er ég viss um að allir gæjarnir hjá Brimborg sem sáu þegar við fylltum út tjónaskýrsluna, hafi haldið að "stelpan" hafi keyrt á "kallinn".

Nú ok, þetta er orðið langt. Ég fór upp í Toyota, fékk lánsbíl og svo verður bíllinn okkar tilbúinn í dag! Já við erum að fara að eignast annan golfinn okkar og ég riðja VW-inn minn. Og það á minni stuttu stuttu ævi.
Þetta átti sem sagt allt að gerast og nú er ég alveg næstum því komin á það að það eru engar tilviljanir, að allt sé ákveðið og eigi að gerast eins og það gerist. Ég veit, sagði um daginn annað en þessi dagur sýndi mér annað.

Til að toppa svo þennan skrýtna dag, fór B upp í Nakta apa og ég fékk nýja nótu-auðvitað er til trúandi og heilbrigt fók og þau mundu alveg eftir honum. Ohh knús! Er núna í nýju fínu fínu peysunni minni. Nakti apinn er milljón!

The end.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

brimborg sukkar.
ég ætlaði að setja minn bíl uppí einn hjá þeim einu sinni.
þeir sögðu að ég fengi ekki neitt...
svo fó ég í ingvar helga og þar var það ekkert mál...
enda var þetta opel...
kannski eru þeir í brimborg á móti bílum frá öðrum en þeim sjálfum...
ég mæli allavega ekki með brimborg við neinn.
já þar hefur þú það mín kæra :o)

3:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En Brimborg er "öruggur staður til að vera á"...
Bró.

10:55 e.h.  
Blogger Huxley said...

Yeah well, not for me huh!

11:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Leiðinda óhepnni... þriðji pólóinn... hehehe ég man eftir þínum fyrsta... þú varst aðalgellan í eyjum á sínum tíma;) En glæsilegur sigur hjá 'Italíu... 'Eg vann þokkalegt veðmál út á þá, hélt með þeim frá byrjun;)

9:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

áFRAM frakkland og mér finnst Zinedide Zidane æðislegur og geðveikt sætur líka :)

5:36 e.h.  
Blogger Huxley said...

Sko þú nafnlausa frík: Hann heitir Zinedine Zidane, og er bara algerlega í meðallagi hvað varðar sætindi. Og þetta með áfram Frakkland...well oh well. Of seint :) Múhahahha.

;)

6:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þekkirðu marga sem búa í frakklandi ha, ha?????
Og já, frekar leiðinlegt með ósigurinn - en ótrúlega skemmtilegt "næstum unnum" vika ;) þvílík stemmning og skemmtilegheit

9:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og já afsakið stafsetningavilluna í sæta Zidane mínum
hin nafnlausa

9:05 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já nei ég var ekekrt að tala um sæta í Frakklandi-bara ekkert sjúklega sætur á heimsmælikvarða.

10:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home