föstudagur, júlí 07, 2006

Þar sem skemmtilega og fallega fólkið í kringum mig hneykslaðist ekkert svo svaðalega ætla ég að halda smá áfram með þessu óvenju opinskáu blogg-tjáningu mína. Þegar ég var búin að skrifa þetta fyrir nokkrum dögum varð ég soldið smeyk. Ekki bara að hafa verið svona persónuleg heldur líka um hvað ég var að skrifa. Hef ekkert endilega verið að loka þetta inni en ég hef svona talað um þetta en ekki kannski nógu mikið útskýrt hvernig mér líður, bæði fyrir öðrum og einnig sjálfri mér. Það er satt að mér leið skringilega en svo betur, þó ekki fyrr en eftir smá tíma. Gat varla farið í tölvuna í smá tíma, en að loknum þeim tíma fann ég fyrir smá létti, svona ahhhh. En svo komu meiri vondar fréttir í gær, en fyrir utan þetta með hann föður minn-þ.e. stóra málið, þá koma svona auka áföll inn á milli. Þetta í gær kom eitt af þeim. Þetta er orðið svo lýjandi en málið er að ef hann væri dáinn þá gætum við syrgt hann en hann er það ekki og satt best að segja á ég ótrúlega erfitt með að skilja að hann hefur þolað svona lengi. Ég er auðvitað ekki að óskað þess að hann sé dáinn, en ég geri mér samt fulla grein fyrir því að hann kemur aldrei aftur, heill eins og hann var.

Ég er óendanlega heppin samt, hef verið hraust og flestir í kringum mig. Svo á ég svo frábæra vini og er sífellt að kynnast fleirum undraverðum persónum.

Lofa að segja brandara í næstu færslu.

2 Comments:

Blogger sunns de la planta said...

þú hefur gott af þessu stelpa að létta á þér ... þeir sem segja aldrei neitt koma til með að springa einn dagin og slettast uppum alla veggi ... þannig verð ég..ein stór sprungin klessa ætla að læra af þér kæra vinkona það er ekki gott fyrir sjálfið að þykjast að ekkert hafi áhrif á mann

8:53 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

yeezys
bape hoodie
balenciaga
offwhite
supreme clothing
supreme clothing
jordan shoes
yeezy boost 350 v2
hermes handbags
pandora jewelry

3:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home