þriðjudagur, júlí 18, 2006

Jei fengum "nýja" bílinn okkar í dag. Voða glöð með hann og vonum að hann endist okkur betur en hinn. Svo er hann svo sætur líka, já ég sagði sætur.... Svo spurði afi mig, ávallt hógvær og hæglátur, hvað bílinn hefði kostað. Ég svaraði og hann spurði þá tilbaka: ,,Af hverju kaupirðu svona ódýran bíl?"
En hjá okkur er þetta skref upp á við no doubt og fengum við góðan díl hjá frænda. Þess vegna var hann líka ódýrari en ella, en það verður langt þangað til við förum að kaupa glænýja sportjeppa, mjög langt þangað til ef einhvern tíma enda fáránleg fjárfesting-maður á náttlega ekkert að tala um bílakaup og fjárfestingar í sömu setningu. Segja má að bíllinn okkar fíni kosti það sama og aföll á nýjum bíl eftir ár. Að hugsa sér!

Annars styttist í útilegu-tónleika helgina og ekki laust við að smá spenningur sé að myndast á heimilinu. Elska þetta land og útilegur, og elska tónleika. Svo einfalt er það :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl fagra og innilega til hamingju með nýja kaggann;)
það er nóg að bílar geti flutt mann á milli staða og ekkert vesen;)

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ó, gleymdi að kvitta!
-en þú hlýtur nú að þekkja rithöndina mína;)
þinn innsti aðdáandi
sdo

3:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home