sunnudagur, júlí 16, 2006

Ég á svo fyndna og skemmtilega fjölskyldu og sannfærðist ég endanlega um helgina að gleði og brandarafærni er svoooo erfðatengd að einhverfa er bara orðin spurning miðað við þessa uppgötvun. Reyndar er ég líka örugg um að einhverfan gangi í erfðum, þó svo að ekki sé búið að sanna það. Það er erfitt dæmi, því fyrst þarf að finna út nákvæmlega hvaðan einhverfan sprettur. Það er til dæmis eitt svona svæði í Cambridge að mig minnir, þar sem mörg tölvufyrirtæki eru með hvað á ég að segja, höfuðstöðvar. Þá er ég ekki að tala um fancy skrifstofurnar, því þær eru auðvitað í London, New York eða Sidney. Nei, þetta er staðurinn þar sem einskonar data inputting á sér stað. Þarna má finna langflesta á einu svæði sem eru einhverfir eða Asperger-sem er náttlega grein af einhverfu. Og hvað með það? Nú því þessir tölvusnillingar para sig saman, oft-fer eftir hversu einhverfir þeir eru. Svo eignast þau börn og voilá!

Allavega ekki það sem ég ætlaði upphaflega að skrifa um en núna nenni ég því varla. En jú við hittumst sem sagt öll fjölskyldan á föstudagskvöld með "smá" áfengi, heima hjá móður. Hún á náttlega the partysafest house in the world. Steinn á gólfum og steinn á borðum. En auðvitað var engin þörf á öryggi, en samt varð úr ótrúlega skemmtileg og löng kvöldstund, þar sem við dönsuðum, borðuðum snakk og lakkrís, drukkum og hlógum og töluðum hátt eins og fjölskyldumeðlimir mínir eru þekktir fyrir. Ekki nóg með það, þá voru amma og afi með í fjörinu til að ganga 3. Spurning um hressleika!!??

Ætla að láta okkur ganga til liðs við Stöð 2 og kaupa áskrift. Ég veit-grown up en hey ég verð að sjá hann Magna okkar. Grín.

Ef einhver á nokkuð gott sjónvarp sem ekkert pláss er fyrir þá er ég til í að geyma það eða kaupa fyrir slikk. Gamla Hitachi tækið er bara ekkert að gera sog, eða jú jú en samt ekki.