miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Var búin að skrifa næstum alla ferðasöguna, ævintýrið í heild sinni. Svo vistaði ég það en finn það ekki. Nenni engan veginn að byrja aftur en skrifa bara punkta :)
  • Hitabylgja í Vaglaskógi
  • Vissum ekki af tónleikunum á Hálsi með Sigurrós fyrr en of seint (í Vaglaskógi)-pínku súrelsi
  • Löng keyrsla austur á laugardeginum
  • Borgafjörður Eystri-AKA Magni-town-var pakkstútfullur af fólki
  • Flottir og skemmtilegir tónleikar---bræðslan stóð fyrir sínu
  • Brjálæðislæti á tjaldstæðinu-samt benti tjaldstæðisvörðurinn okkur á "rólega" tjaldstæðið
  • Svona er þetta bara og í raun ekkert alslæmt.....
  • Ógeðisslagsmál sem enduðu með andliti eins í gegnum afturrúðu bíls (enginn tengdur okkur of course)---sá maður er skreyttur í andlitinu for life
  • Þá ákvað ég að ég er ekki lengur unglingur-hef óbeit á slagsmálum sem er ekkert nýtt
  • Öfga fullt fólk í félagsheimilinu, tókum hringinn og út þaðan....
  • Löng keyrsla í Skaftafelli---í grenjandi rigningu og þoku...engin rigning bara í Skaftafelli! Sólargeislarnir létu jökulinn glitra og við fengum hroll. Bjútí!
  • Brjálaður Þjóðverji tók á móti okkur þar.....
  • Hann tók sjúklegt brjálæðiskast
  • Svo komumst við að því að maðurinn var andlega unstable að öllu leiti og algerlega búinn á sál og líkama eftir langar göngur um hálendið. More on that later-hitamál....
  • "This always happens when I come to Iceland!" (Hvað ertu þá alltaf að koma hingað...?)
  • Íslandsmót í Kubbspiel 3 keppnir. Minn maður var í sigurliðinu. Jei!
Ferðahópurinn samanstóð af Evu og litlu rækju, Eldari, Bjarx og mér. Svo bættust í hópinn Gaukur, Ylfa og Kiddi.
Ofsa skemmtileg ferð, mikið hlegið í góðum félagsskap! Svo ég tali nú ekki ekki um allar góðu spilastundirnar.
Ef ég man eitthvað meira þá updeita ég bara.
*****
2 vikur eftir af sumarfríinu sem er gott og vont. Þá byrjar lokatörnin í skólanum og nýjir hlutir að gerast í vinnunni. Læt mig bara hlakka til skíðaferðarinnar í febrúar. Djí hvað mér/mig/hana/henni hlakkar stíft til!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

töff.
ég er líka að fara í skíðaferð... 27.jan -3.feb. :o)
ógó gaman.
hafðu það gott næstu 2 vikur.
annsa.

10:30 f.h.  
Blogger Huxley said...

Við förum 24.febrúar--counting the days næstum ;) Hvert farið þið?

1:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er að fara í brettaferð í næstu viku :)
Ég hlustaði á belle á netinu og held ég hafi heyrt smá lu-skræki!!!
kiss
sdo

7:37 e.h.  
Blogger Huxley said...

Ja ég öskraði allavegana vel og hátt fyrir þig!!!

9:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já ég veit, ég á þetta allt á teipi
sdo

9:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

annað hvort til st. anton eða lech í austurríki :o)

10:51 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

nike dunks
pg 4
kobe shoes
jordan shoes
yeezy shoes
balenciaga shoes
kd shoes
balenciaga shoes
air jordan
kd shoes

2:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home