fimmtudagur, júlí 27, 2006

Jæja er að gera okkur klár-synd að búðir opni ekki fyrr en 11 sumar, hvað er málið með það?

En þar sem ég var að steikja kjúkling fyrir karrý samlokusalatið okkar þá datt mér í hug að henda einu góðu kjúklingasalati hingað inn. Stal þessu en betrumbætti frá Red Chili....

Salat

Kál(hvernig sem er (ég nota yfirleitt klettasalatsblöndu)
Paprika (gul t.d.)
Rauðlaukur
Gúrkubitar
Kirsuberjatómatar (mega vera aðrar tómattegundir)
Blandaðir ostar; peperoni og mexico og skornir í skífur (vel af þessu jömmí)
Parmesan shavings
--->salatinu raðað á disk, gaman að gera þetta soldið snyrtilegt ekki bara blanda bara saman í kássu 0
Hellið smá hunangs-sinnepsdressingu yfir.

Steikið kjúlla-einfaldast að steikja hann og hella smá soja yfir og pipar þegar hann er alveg að verða til. Einfalt og og gott bragð!

Hendið kjúlla yfir salat, svo sesamfræjum og loks SÆTRI sojasósu (ketjap manis)

Svo bara hakka þetta í sig!
Þetta er matarmikið salat en ofsa gott!

Jæja that´s all...skal ekkert vera að trufla ykkur meira
Adios!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo dugleg að elda. Ég er búin að vera eitthvað löt við það upp á síðkastið en ætla pottþétt að prófa þessa.
Kv. BHK.

1:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home