miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Ég mun sennilega aldrei kaupa pesto aftur inn á heimilið. Aldrei. Ástæðan er tvíþætt, nnars vegar vegna þess að ég fékk fyrir einhverjum mánuðum helbert ógeð fyrir því og svo hinsvegar vegna þess að einhevrn veginn tókst einni krukku, sem ég keypti aðeins fyrir gesti, að detta líka svona fallega á hliðina. Svo hef ég ekki skrúfað fyrir með He-Man skrúftakinu mínu þannig að ógeðisolían lak um ísskápinn. Sennilega hefur þetta verið að gerast í smátíma-ekkert of lengi því ég tek reglulega til í honum en....alls staðar þar sem olían fór á plastið (sem heldur glerhillunum uppi) hefur átt sér sérkennileg tæring þannig að við þurftum að kaupa ný svona plöst í gær. Engin hræðileg útgjöld en súrt þar sem hvorugt okkar borðar þetta helv..jukk. Djö ans helv. Líka pínku leiðó því skápurinn er bara ekki svo gamall, kannski aðeins meira en eins árs.

Þið munið þegar litla sæta Ögnin okkar birtist fyrir utan eldhúshurðina, er þaggi? Hún er alger draumur, þau, hún og Gnýr kúra saman eins og bestu vinir eða systkin en hann verður einmitt eins árs núna 1. október. Við bjuggum þann dag til eiginlega með Kattholti, en verða allir að eiga afmæli! Litla sæta baun á afmæli einhvern tíma líka, bara ekki viss. Hún hefur verið svona 5 vikna þegar hún kom svo við reiknum bara út frá því. Hún er afar sérstök, rangeygð og með beyglað skott en gæfari kisu fáið þið ekki. Hún reyndar ákveður hvenær þú mátt halda á henni en hún hleypurekki í burtu, þó þú komir askvaðandi að henni. Það er líka svo fyndið, hún er í sömu litum og hinir þrír. Bara mjög líka þeim. Við spyrjum hvort annað oft hvaðan hún komi en ég er eiginlega viss um að hún komi bara frá himnum.
Við erum svo heppin.

Jæja aftur að lærdómi-reyndar er ég að sjóða í ítalska sósu líka....en er líka dugleg að læra. Lofa.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey, elstu drengirnir okkar eiga þá næstum sama afmælisdag;)
Og já - móðurástin er engu lík:)

knuz
sdo

6:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home