sunnudagur, ágúst 20, 2006

Lentum í ansi skelfilegri lífsreynslu í gær. Á meðan ég var í rólegheitunum að taka upp úr Bónuspokunum, var B að leika við alla kettina í garðinum. Þá erum við að tala um Gný og Ögn og svo Carlos og Carmen sem búa við hliðina á okkur. Allt í einu kallar kona af annarri hæð í næsta stigagangi á B og spyr hvort þetta sé okkar kisa, því hún haldi að þetta sé sín sem hvarf 12. júní. Hjartað í okkur stoppaði og ýmsar hugsanir flugu um kollinn. Svo kom hún niður en byrjaði á því að segja, að hún ætlaði ekki að taka hana frá okkur. Við sögðum henni að við hefðum auglýst hana bæði á Kattholtssíðunni og í hverfisbúðunum. Hún var ofsa glöð að sjá að hún væri á lífi en enn og aftur að hún ætlaði ekki að taka hana. Mikið varð ég fegin, get ekki byrjað á að útskýra það sem ég fór að hugsa. En svo sagði hún okkur söguna af Ögn okkar sem by the way þau höfðu skírt Agnarögn!!! Hún fæddist sem sagt ásamt tveimur kettlingum um miðjan apríl sem gerir hana miklu miklu eldri en við héldum og hún lítur út fyrir að vera. Einn kettlinganna fæddist andvana en hinar tvær sem lifðu fæddust mjög fatlaðar og lengi tvísýnt með það hvort þær myndu lifa. Hin (ekki Ögn) var sterkari, en litlan okkar lá bara fyrstu vikurnar og það var einhver barnalæknir sem mataði hana og hélt í henni lífi. Svo tók þessi nágrannakona hana að sér og svo datt hún af svölunum hennar og mjálmaði svo fyrir utan hjá okkur. Konan og við líka, segjum að hún hafi átt að koma til okkar. En hún var hissa að sjá hversu spræk hún er en við segjum að það sé því hún sé svo ótrúlega dugleg og líka að væntumþykja okkar frá byrjun spili inn í. Væmið? Ég veit, en mikið óskaplega vorum við fegin að hún tók hana ekki aftur, því þetta er Ögnin okkar.

1 Comments:

Blogger sunns de la planta said...

jedúdda þetta er örlagaköttur allt gerist fyrir ástæðu sama hvaðþað er hann er ætlaður ykkur til lykke

7:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home