þriðjudagur, september 05, 2006

Ætla að taka nokkra fréttapunkta. Margt að gerast á þessum merku dögum sem mig úsar til að tjá mig um.
  • Í fyrsta lagi, það sem Materazzi sagði í raun við Zidane. Menn láta ýmis orð falla í hita leiksins, ýmsar getgátur hafa líka verið uppi um hvað hann hafi í raun sagt við gamla kappann,e-ð sem lét hann algerlega fara úr límingunum og snappa hreinlega. Það hlyti nú að hafa verið það grófasta grófasta, enda þyrfti mikið til þess að franska stjarnan klúðraði svona líka svakalega. Hryðjuverkamaður eitthvað var efst, en ég er á því að sama hvað hann sagði þá hafi gjörðir Z verið svo algerlega óréttanlegar. En hvað um það, hvað sagði blessaður kallinn. Ég skal segja ykkur það, Materazzi hringdi nefnilega áðan en ég var ekki við og hann skildi þetta bara eftir á símsvaranum: ,,Ok, ze ónlí zthing I ztaid to Mr. Zidane was zthat I zwould zrathter have his sister zthan his shirt......"
Jeddúadda mía ég á ekki krónu, að missa sig yfir þessu. Búfokking hú eins og únglingarnir segja.

  • Hver sem reynir að segja mér á Þorláksmessu að yfirmigin skata sé voða holl og góð fær blautt þorsksflak í andlitið á sér (og rassinn kannski). Skötur eru bara ekkert sniðugar og á mínu heimili líkt og um alla Ástarlíu ríkir mikil sorg yfir dauða Mr. Crikey eða Steve Irwin. Ofsalega gapti ég þegar ég las um þetta. What a way to go man. Bara sorgmædd really.
  • Greyið lögreglan okkar á í fullu fangi með að díla við æsta unglinga, ef það eru ekki 200 hundruð full stk. þá eru það nokkrar litlar. Hvað er málið, ætla ekki einu sinni að byrja á foreldrunum, ég verð bara sjóðheit. Djöfull skal ala mín börn upp, ekki rétt kannski en almennilega. Þó svo að liberal uppeldi sé alveg í áttina að mínu kókglasi þá er alveg hægt að setja reglur, standa við þær og kenna börnum sitt hvað um virðingu. Og hana nú. Ég tek kolluna af fyrir ykkur foreldrum sem eruð einmitt að ala börnin ykkar upp! Og ég hlusta ekkert á neitt kjaftæði um að enginn vilji eiga svona börn, þetta bara gerist, það er svo mikið að gera í vinnunni, ég þarf bara að vinna svona mikið, ég tek ekkert eftir öllu og jara jara jara. Það BARA gerist ekkert allt í einu að börn fari bara að vera svona. EN það er líka ofsalega þægilegt að geta líka skellt skuldinni á skólana... en það er sko allt annað brauð skal ég ykkur segja, ætla alls ekki að byrja á því.
  • Svo er fleira, þetta með gangbrautir og ökumenn-af hverju er það svo að þar sem maður er í útlöndum þá þarf maður varla að hafa augun opin á sínu labbi yfir þær, maður getur verið öruggur um að bílar stoppi fyrir manni gangandi. En hérna, neibb, hérna þarftu helst að biðja ökumenn um leyfi, skriflega, þeir bara stoppa ekki!
Ok nóg um það, hausverkurinn hefur þessi áhrif á mig. Jú eitt, dreymdi einn draum í nótt. Ekki fyndinn þá en mjög svo núna. Það var þannig að mannfögnuður átti sér stað heima hjá mömmu. Þó voru fleiri af mínum vinum en man það ekki svo glatt. Svo byrjar ein ónefnd sem ég þekki alveg, en einhvern veginn efast ég að hún myndi vera heima hjá mér, eherm mömmu. Eftir að við einhver smá hópur höfðum greinilega verið að tala um Herra B, þá segir hún:,,Já ég hef einmitt heyrt fólk segja greyið hann að eiga svona ófríða kærustu, hann sem er svo sætur". Bara eins og ekkert séð. Ég man að ég var ekki viss hvernig ég ætti að bregðast við, var greinilega eitthvað að róta í kúlinu en svo ákvað ég að mér fyndist þetta nú ekkert voða vinalegt, svona beint í andlitið á mér. Þannig að ég sló hana og rak hana út.

Hef í rauninni aldrei hugsað neitt spes mikið um það hvort fólki finnist ég fríð eða ekki...

5 Comments:

Blogger sunns de la planta said...

hehehe jú lu þú ert óbboðslega sæt og krúttaralega stelpa ... en hver var vinkonan ? var það nokkuð ég .?

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

skata er bara mjög góð fattaði það fyrir 3 árum góð en ljót og þaðan kemur máltakið fegurðin kemur innanfrá forljót skata en góð

8:08 e.h.  
Blogger Huxley said...

Nei ekki þú, ég myndi bjóða þér hvert sem er. þetta var svona stelpa sem ég umgengst ekkert en þekki samt ;)

8:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hummm hver þá gæti þetta verið .......hugs hugs veit´ég hver þetta er ?

9:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtileg færsla Lu, takk fyrir það;)
Ég vissi aldrei hvað kauðinn sagði við Zidane en gott að vita það nú loksins.....
En ég veit pottþétt hver þessi drusla er sem sagð þetta í partýinu, ójá....
knuzz
sdo

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home