föstudagur, september 01, 2006

Það er svo gaman að borga reikninga. Reyndar hef ég lúmskt gaman af því, fæ eitthvað kikk út úr því. Kannski er það bara tilfinningin að vera ekki með allt niðrum sig en ég veit ekki. Þetta að vera með allt niðrum sig er fyndið orðtæki. Ég sé þetta svo ofsalega myndrænt fyrir mér þegar einhver segir þetta og ég spring alltaf úr hlátri. Hláturhormónarnir hafa líka verið að stríða mér upp á síðkastið og er núna tvennt í uppáhaldi hjá mér sem stuðlar að óútskýranlegri vellíðan hjá mér. Það að fá hláturskast er annað þeirra, en hefur verið það lengi. Elska að pissa næstum á mig af hlátri. Hitt er að hnerra outloud og harkalega. Hef alltaf verið þessi feimna-hnerr-týpa, held fyrir nebbann og bæli hnerrann eða hnerrið, niður. Auðvitað er þetta hræðilega óhollt en nýlega komst ég að því hvað það er mikill unaður að bara hreinlega sleppa sér, hnerra bara upphátt! Love it.

Mikið að gera á öllum köntum, sumarbústaður og mokstur á morgun með stórfjölskyldunni. Svo erum við að byrja að búa til fjárhagsáætlun fyrir bílskúrinn svo við getum farið að koma honum upp. Allt þetta=grown up stuff.

Næst þegar ég skrifa, mun ég fræða þig um uppljóstrun mín varðandi afar leiðigjarna sjónvarpsþáttinn Pípóla..Spennó!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nú svolítið klikkaður hnerraraperrari...... hhmmmm... nei joke
en það er greinilega meira að gera hjá þér núna en í sumar en það sést á fjölda bloggfærslana:=)
en hvað varð svo um þig í gær - Julian öskraði og öskraði á þig og Bjarka í webcam og tók líka feita-stráks dansinn fyrir þig :)
þú hefur kannski séð það -
Jæja overrrrrrrr

9:48 f.h.  
Blogger Huxley said...

Heyrðu ég bara datt út og fattaði það ekkert---já svolítið meira að gera núna ;)

6:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home