þriðjudagur, október 24, 2006

Elska svona daga þegar allt virkar svo vel. Þá er ég ekki að tala um ristilinn eða blóðflæðið, heldur hitt allt. Vinnan er krefjandi en skemmtileg og skólinn er það sömuleiðis en eitthvað samt óvíst með næstu önn. Svo fékk ég ríflega launahækkun sem ég er voða sátt við-loksins er starf mitt metið að verðleikum sagði skólastjórinn. Góður þriðjudagur!

Jógatíminn var frábær í gær, kannski sumt sem ég get ekki gert og litli hnykillinn sem vex og dafnar í belgnum, hefur sennilega uppgötvað að ég er nú bara soldið skrýtin..Sumar stöður eru hreinlega ekki gerðar fyrir okkur saman ;) Eftir viku er svo aðal sónarinn og verð nú að viðurkenna að þó ég sé róleg yfir þessu öllu, þá er mig farið að lengja soldið í hann. Verð komin rúmar 20 vikur þá...fljótt að líða. Áður en langt um líður verð ég í dilemmu með hvort ég eigi að senda krógann enskunámskeið í Grikklandi!! Time flies when you´re having fun huh!!

Ólétt naggrís

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og áður en þú veist af þá er hann farin að segja orð sem hann má ekki einsog t.d gæti almar alveg verið mjög góður kennari í þeim málum ,, eitt vinsælt er á ég að slíta af þér hausinn eða fokking sjitt líka jájá eingar´áhyggjur hann kemur til með að kenna vel :)

6:32 e.h.  
Blogger Huxley said...

Tja miðað við líka hvernig ég get nú stundum talað eins og bjáni þá býst ég við að ég verði fínn ó-kennari ;) Ekki nema maður verði voða fullorðins við barnsburð??!!

9:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei allavegega get ég ekki sagt að ég hafi gert það nema að ég hugsa meira um aðra en sjálfa mig er tildæmis andlitslaus með ofyrloðnar lappir en ég finn mér tíma í það fyrir föstudag :) lét þetta ekki gerast valla áðurfirr

6:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home