sunnudagur, október 08, 2006

Þessi helgi er nú búin að vera aldeilis. Nei segi svona. Þrátt fyrir að ég hafi ÁTT að sitja í verkefnum alla helgina, gerði ég það ekki. Alger tossi, er því á síðasta snúning og auðvitað gef ég mér þá miklu auðveldar tíma fyrir smá blogg. Nei nei, þetta er ekkert alvarlegt (telur hún sér trú um hehe).

Svaf sem sagt út í morgun en í gær fórum við á Nasa þar sem Thomas Daftpunkari var að spila. Ég reyndar ákvað að fara snemma heim, orðin sybbin og svo var svo troðið þarna inni og þegar maður er bara keyrandi þá þolir maður ekki svona troðning. Égvar nú reyndar bara stundum eins og hrædd smástelpa, því sumt lið þarna var afar skrautlegt. Andri Snær dansaði hart og Þór Jósefs beraði ógeðis æðarnar á barnum. Gróss. Sko Þór, Andri er krútt.

Á föstudaginn fórum við einmitt að sjá mynd þeirra Daft Punk félaga, Elektroma. Þetta var svona 75 mínútna tal-laus mynd, en þetta vissum við. Vorum búin að lesa að myndin mynda geraþað eða hreinlega ætlast til að maður hreinlega smíðaði hana sjálfur. Að áhorfandinn myndi svara spurningunum. Svo þegar myndin var búin komu þeir kumpánar á svið og ætluðu að svara æstu hip&kúl-liðinu. Þeir tóku þetta einmitt fram, að þeir gætu voða lítið svarað einhverjum djúpum pælinga-spurningum en hvað fór athyglissjúka hip&kúl-liðið að gera??!! Nú spyrja asnalegra "djúpra" spurninga. Samt sló ein allt út:,,So, wasn´t it important to have the movie shown in Cannessssssssss" (s-ið borið vel fram, sem obvi á ekki að heyrast). Frakkarnir tveir hristu barahausinn, enda skildu þeir ekkert hvað manneskjan var að spyrja. Salurinn hló.


Æ en þetta var gaman. Svo voru tvö afmæli í gær, þannig að viljandi lærði ég voða takmarkað. Finn fyrir því núna. Oh well.

Adios.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fjörið á ykkur stelpa;) sammála þér með þór.. gr...!!!

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home