mánudagur, september 18, 2006

Það er nú aldeilis tónlistin í kringum mann! Hef nú kannski ekki farið á eins marga tónleika og í fyrra en framundan,já framundan er heljarinnar húllumhæ. Það er náttúrulega Airwaves, svo sendi Hr. Örlygur mér póst áðan og sagði mér að Sykurmolarnir ætli að koma saman rétt upp úr miðjum nóvember. Gaman!

En það er orðið mikið að gera, vinna og skólinn eru svona það eina sem kemst að. Lenti í því um daginn að vera kosinn í svolítið ráð á einum stað. Enginn vill vera í svona ráðum. Allavega ekki ég og núna. Er mikið að pæla í því að segja mig úr því bara, nenni ekki þó það sé ekkert brjáluð vinna í kringum það alltaf-að hafa alltaf eitthvað hangandi yfir mér. Skiljú? Ég er kannski bara sjálfselsk. Just don´t nenn it.

Tónlist: Singullinn með The Killers. Líka skemmtileg tmyndband þar á ferðinni. Eitt sniðugasta myndband sem ég hef þó séð er með hljómstinni OK go. Þarna hlaupabretta myndbandið. Googlið það bara eða leitið af því inn á Youtube. Get horft á það endalaust. eða svona þangað til það er búið.

Nágranni okkar einn spurði hvort kötturinn okkar væri vangefinn. Okkur brá því þetta er orð sem unglingar nota þegar einhver gerir eitthvað skrýtið. Þetta er alveg dottið úr Þroskaþjálfabiblíunni. Þetta og þroskaheftur. Allavega, við sögðum samt tjaaaa, svona kannnski oggulítið því ég persónulega nennti ekki að útskýra það fyrir henni að þessi orð væru ekki lengur æskileg. Pólitísk röng og allt það. En þetta lét okkur hugsa svolítið, greyið er ekki eins og kettir eru flestir. Er ekki hrædd við bíla að því er virðist og því þurfum við að kaupa á hana body-ól og prófa hvort það sé óhætt að leyfa henni að fara út. En maður á samt ekkert að kalla hana grey, henni líður augljóslega vel og gerir svona flest annað sem aðrir kettir gera. Er bara minni og með miklu minni tennur. Kannski maður þurfi að fara að spyrjast fyrir um DNA-samsaetningu katta. Kannski er hún með eitthvað syndrome?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home