miðvikudagur, september 13, 2006

Það hefur verið mikið í deiglunni, allavega minni deiglu og því námi og starfi sem ég tengist, allt í sambandi við upplýsingaflæði. Þá er ég aðallega að tala um frá hinum ýmsu stofnunum og öðrum fagaðilum, til foreldra fatlaðra og barna með þroskahömlun. Þetta er erfitt mál og má alltaf bæta, og myndi ég segja að mikið verk hefur unnist undanfarið en samt, það er enn langt í land.

En ég ætlaði ekki beint að fara í þá saumana, heldur í sambandi við upplýsingaflæði á öðrum vígstöðvum. Ég komst að því fyrir nokkru eða vissi það en var búin að gleyma því, að ég gæti sótt um líkamsræktarstyrk til starfsmannafélagsins. Jibbíkóla, mikið ánægð. En, en og aftur en svo komst ég að því í gær, á by the way þriðja árinu mínu, að ég gæti fengið skólagjöldin endurgreidd! Það er ekkert verið að benda manni á það. Ég er ekki að tala um að einhver spes persóna eigi að hringja út til allra sem eru í námi með vinnu, heldur kannski bara svona rétt minnast á alla þá mögulegu styrki eða sjóði sem í boði eru. Það væri hægt að senda út fréttabréf rétt fyrir haustið eða í janúar þegar heilsubomburnar fara af stað. Styrkir fyrir tæknisæðingu, laseraðgerðir, kaup á heyrnartækjum, sálfræðiaðstoð og svo má LENGI telja. Æ kannski á maður bara að vita þetta, en ég væri alveg til í að fá þetta allt endurgreitt. Kannski er það bara vegna þess að buddan er létt núna. Það stoppaði okkur samt ekkert í smá húsgagnakaupum í gærkvöldi....hoho.

Bleh.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá geggjað að geta fengið skólagjöldin endurgreidd;) - en já týpískt, það er aldrei auglýst svona lagað;)
**góða helgi** sdo

2:52 e.h.  
Blogger Eva said...

Hmmm... nú fæ ég bara samviskubit en ég hélt ég hefði verið að monta mig af þessu þegar ég var að vinna á leikskólanum... en ég hef gert þetta frá því ég var 16 ára, hef fengið styrk frá Eflingu og VR fyrir einmitt flestum skólagjöldunum mínum, ræktinni , Gunnar fékk styrk til að taka meiraprófið og svo mætti lengi telja ;) en ef þig vantar leiðir til að komast að svona, just ask me :p

11:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home