mánudagur, október 02, 2006

Ohhh ég svara alltaf Plús pósti en hef aldrei fengið tuttuguþúsund kall í veðlaun. Er svo hjátrúafull að ég þori ekki að hætta að svara. Djö.

Fæ svona æði fyrir mat. Þegar ég bjó í NY var það bonless BBQ spare ribs eða rice of the house (eða eitthvað) af local kínverska. Svo var það Rocky roads ís og fleira svona ofsa healthy. Í London var það hot chicken wings, ofur-súper sterkur cheddar og smoked-peppered macerel fillets.. Tek það fram að þessi svokölluðu æði eru vel tímabundin. Vika tops. Borðaði þetta heldur ekki í hvert mál. Nope.
En núna er það: vel græn og súr epli (köld), ristað fjölkorna brauð með paté og svo brauðsneið með pínku létt mayo, osti, tómatsneiðum og dash af pipar og Maldon. Jömmí. Prófið bara! Passið bara að borða eplið fyrst ef þið ætlið að taka þennan matseðil í einu. Hví gæti einhver velt fyrir sér. Tja gaman væri að einhver, ef einhver les þetta, gæti svarað. Ef það kemur ekki rétt svar fljótlega skal ég koma með það. Spennandi!!!

Og eitt, ég hef lengi talið mig vera með hinn ágætasta tónlistarsmekk-mjög breiðan og fínan. En á maður að efast þegar uppáhaldslagið (reyndar soldið síðan) er Ridin dirty m.Chammilllionaire.....????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home