miðvikudagur, október 11, 2006

Eftirfarandi saga er ekki fyrir viðkvæma! Djók ;)

Hvar skal byrja? Fyrir rælni og í gríni eiginlega ákvað ég að taka svona þungunarpróf í síðustu viku, nánar tiltekið á fimmtudaginn. Ein sem vinnur með mér var að segja að mér að gera þetta svo ég ákvað nú að taka eina og þá gæti ég sýnt henni að ég vær sko bara ekkert ólétt. Nú, ég stalst inn á bað í miðju afmæli hjá systu og viti menn línurnar voru tvær. Humm, einhver mistök. Fór svo aftur í apótekið síðar um kvöldið og fjárfesti í annarri. Aftur tvær línur!??! Vúpps. Svaf ekkert um nóttina og bladibla, allavega, í mig hringdi ljósmóðir á föstudaginn og tími var pantaður hjá kvennsa. Jú, jákvætt próf er alltaf jákvætt....gúlp! En svo hringdi önnur ljósa og sagðist helst vilja fá mig inn sem fyrst í skoðun, vegna verkja ofl. svona sem ég nenni ekki að telja upp.

OK, á þessum tímapunkti, var ég sem sagt kona eigi ein. En við þurftum sem sagt að bíða alla helgina í von um að komast INNAN viku í ómun eða þess háttar. Ég fékk hinsvegar tíma mánudaginn og brunaði á kvennadeildina. Móttökudeildin (þúst deildin fyrir ný-óléttar) tók á móti mér og allt sett í gang. Ég var eins og álfur þarna inni í laxableikasloppnum en þegar sjálf skoðunin hófst, byrjaði brandarinn. Ég sá andlitin þeirra verða svona hissa-humm-hva er þetta-ok-ja hérna. En allan tíman sagði læknirinn lítið en brosti bara. Svo tjáði hann mér að ég væri í raun gengin of langt og að hann þyrfti kannski að breyta um rannsóknaraðferð. Vúppí, hugsaði ég með rassinn upp í loftið-en þá sagði hann, brosandi út að eyrum: 17 vikur og 3 dagar. Það ætti að passa! Passa við hvað??? Tímann frá því ég átti afmæli í sumar??? Þá sagði hann að það væri svo erfitt að ná mynd-því barnið hreyfði sig svo mikið!! Veit ekki hvort það hafi liðið yfir undirmeðvitundina-ég allavega datt út smá þar. Hreyfir sig mikið bwahahahahha. Inni í mér bwahahahaha. Allt í góðu-þau réttu mér bækling og sögðu að ég gæti í raun skippað yfir hann en lesið síðustu tvær bls. ;)

Ég get svarið það að ég flissaði eins og smákrakki....og er enn að! Nördið ég var ekkert að skilja af hverju kílóin væru að hrynja af B en ekkert gekk hjá moi. Og svo er fleira sem ég hef fengið núna skýringu á...blóðnasirnar og svona. Ekkert alvarlegt ;)
***
En við fórum í fyrstu mæðraskoðunina í dag, og allt lítur vel út. Hjartslátturinn eins og hestahjörð og við voða klökk.
Erum bara spennt fyrir framhaldinu. Auðvitað er þetta óvænt en hey, bara af hinu góða :) Lúxus meðganga segja sumir, er næstum hálfnuð og vissi ekki af þessu....
Við ætlum bara að halda áfram aðvera svona hraust og fín :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÆÐISLEGAR FRÉTTIR !!!!
En og aftur til hamingju dúllurnar mínar :)
-en þú ert samt endalaust nörd að fatta þetta ekki fyrr..... en samt sem áður heppinn!!

Knúz til ykkar 3ja
sdo og co.

7:27 e.h.  
Blogger Eva said...

Vá! Til Hamingju Laufey, Bjarki og kisur :)

Alveg er þetta líkt þér Laufey ;) híhí en innilegar hamingjuóskir!

Kveðja,
Eva

10:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æði æði, til hamingju Laufey og Bjarki, þetta er yndislegt. Ég er sammála því að þetta er þægileg meðganga, ekkert smá stutt eftir hjá þér núna. Vonandi heldur áfram að ganga svona súper vel.
BHK.

8:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En frábært.
Innilega til hamingju.
Þú verður æðisleg móðir.
Gangi ykkur vel með framhaldið.
Hlakka til að fylgjast áfram með.
Knús,
Anna.

9:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá til hamingju elskurnar .. vertu bara fegin fyrstu mánuðir geta verið hrillingur .. hlakka til að kreista krílið og spilla því :)

10:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

o my god.... ég er með geðveika gæsahús;) til hamingju!!!!!!!! lítil Laufey eða lítill Bjarki :-) þetta er æði, þið verðið topp foreldrar;)

3:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá! Geðveikislega gaman!!!

Til hamingju bæði!!!

7:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home