sunnudagur, október 22, 2006

Kannski komin tími á smá helgar-recap??!! Helgin búin að vera yndisleg, hvíldum okkur fullt, fórum á nokka góða tónleika og sitthvað fleira. Á fimmtudaginn fórum við á fyrrnefnda tónleika-B gafst reyndar upp áður en Whitest Boy Alive byrjuðu en það kom ekki að sök. Svo eyddum við föstudagskveldinu í Hafnarhúsinu, sáum Benna Hemm Hemm, Islands, Aparat Organ Quartet, Jakobínurínu og svo The Go! Team. Islands, Aparat og The Go! Team stóðu algerlega upp úr-Benni Hemm Hemm mjög skemmtilegur/ir/leg, en minni finnst Jakobínarína bara minnst skemmtileg hljómst. Var við það að gefast upp þegar þeir voru að spila en sennilega voru það unglingahormónarnir sem flutu um loftið frá þeim pollum sem héldu mér þarna inni. Sátum þá eiginlega af okkur...
Byrjuðum laugardaginn snemma en fórum klukkan 5 í Fríkirkjuna að horfa og hlusta á Jóhann Jóhannsson. Æ karmaba, ofsalega var þetta flott-yfir mig numin alveg hreint! Fórum svo seinna um kvöldið eða um miðnætti að sjá baunarana í Whomadewho. Snilldarband og snilldartónleikar-mæli með að allir tjékki á þeim! Svo valhoppaði ég bara heim í draumaveröldina. Var í agnarörlitla stund svona pínkuponsu súr að "þurfa" að fara heim sökum þreytu ofl., á nefnilega svo skemmtilega vini sem ég hef séð svo ALLT of lítið af upp á síðkastið! Vil bæta úr því.

Ætlaði svo að læra á fullu í dag en tók daginn mest í hvíld ;) Á morgun byrjar svo jóga en við mamma ætlum að skella okkur á hatha námskeið í Kærleikssetrinu. Tvisvar í viku og mun vonandi bara gera manni gott. Efast ekkert um það.

Anyways, við kveðjum í bili.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta mín, djöf... líst mér vel á jóga dótið... gaman að segja þér frá því að nú er komin kjaftasaga um að kerlingin á neðri hæðinni vaði í Grænlendingum!!! hehehehehehe þú ert svo ótrúlega meiriháttar :-)

3:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home