mánudagur, október 16, 2006

Svo virðist sem nýjasta sportið hjá sumum ungum (ó)mönnum, sé að skella sér niður í bæ og sitja fyrir konum og nauðga þeim. Þetta er ekkert nýtt, en einhvern veginn finnst manni frásagnirnar farnar að verða hræðilegri (en auðvitað er nauðgun alltaf hræðileg). Hvers konar ófreskjur erum við að ala upp hérna? Ég tel mig eina af þeim heppnu, hef ótal mörgum sinnum labbað ein heim eftir bæjarferð, allt frá því á efri unglingsárum og þar til fyrir ekki svo löngu. En ég hætti að þora því og B bannaði mér það, þar sem næstum undantekningarlaust stoppuðu spooky bílar og buðu mér fara á Skólavörðustígnum. Auðvitað neitaði ég en þá sá ég þá stundum keyra nokkrum sinnum aftur framhjá alveg löturhægt. Svo ekki fyrir svo löngu var B á leiðinni í 11-11 á Skúlagötu. Hann sér einhvern gaur á vappi og svo mínútu seinna stelpu, aleina. Þá snar snýr gaurinn við og virðist ætla að elta hana. B ákvað að elta gaurinn en sem betur fer hefur stúlkan bara átt heima þarna rétt við því hún var horfin. Þetta hafði svolítið mikil áhrif á hann.

Þetta er kannski vegna þess að í gær las ég um tvær ógeðslegar nauðganir í blaðinu en svo einnig um daginn, um gaur sem var að fá dóm síðan 1999. Sú saga er án efa sú ógeðslegasta sem ég hef heyrt, en stúlkan sem var fórnarlambið þar er dáin. Ofsalega sorglegt allt.

Æ nóg um það. Aftur að læra-siðfræðin og stjórnun jei!

1 Comments:

Blogger Eva said...

Oh, hvað ég skil þig vel! Ég hef nu sem betur fer ekki verið mikið niðri bæ, ever og er vonandi ekkert að fara gera það.

Var það reyndar þegar ég var að þrífa pöbb í 2 vikur kl 5 á morgnana en það er annað mál :p

en flott hjá B að hugsa svona vel um konuna sína!!!

9:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home