miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Það er svo sannarlega ekki gaman að geta ekki sofið. Er að fríka út! Svo verður maður svo mikill rugludallur ósofin, þvílíkt að berjast við það að vera ekki pirraður út í krakkana-enda ekki þeim að kenna að líkaminn minn sé bara eitthvað voða mikið að stilla sig.

Er í jóga eins og ég hef komið inn á áður, æðislegt en ég finn hvað það er að verða erfiðara og erfiðara. Þetta er náttúrulega ekki meðgöngujóga og ég má ekki gera allar stöðurnar, en bara það að vera þarna og slaka þá á er yfirnáttúrulegt. Er svo mikill nautnastrumpur að þetta er alveg fyrir mig. En ætla að byrja að fara í sund á kvöldin og sjá hvort ég sofi ekki betur. Svo eiga víst kalsíum freyðitöflur að gera gagn....

Fórum í meðgönguvernd númer tvö í dag, allt lítur vel út og allir voða happy. Svo var ég eitthvað að skipta um stöðvar áðan í tv og datt inn á Queer Eye for a straight guy, þar sem þeir peyjar voru að taka húsbónda í gegn. Sá og eiginkonan, eiga fimmbura og þetta var allt voða sætt og touchy touchy. Allt í einu fylltist ég svona líka svakalegri tilhlökkunartilfinningu, sterkari en áður! Jii hvað þetta verður gaman!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhhhhhhhh.
æði :o)
vonandi ferðu nú að geta sofið meira.
knusss,
anna.

9:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home