föstudagur, nóvember 03, 2006

Ég er, líkt og fjöldamargir aðrir með ansi mörg þráhyggjueinkenni. Það væri fróðlegt að fá einhvern þaulreyndan kana til að greina mig. Nei segi svona, ætti að geta það svosum sjálf en upplýsi ekki hvað ég held ;)

Eitt af því sem ekki hrjáir mig heldur svona jú er stór hluti af mér er ofsalega sterk réttlætiskennd ef svo má segja. Veit samt ekki hvort það sé þráhyggja.... Missi alveg svefn ef ég veit að einhver er að vaða yfir eða brjóta á mér eða mínum nánustu-meira að segja þeim sem eru ekkert svo nánir mér. Kannski ekki að láta beint vaða yfir sig, en það hefur gerst mjög oft í gegnum tíðina að ég hef fundið eitthvað út, hringt, skrifað tölvupóst og svo fengið það. Já það líka það en ég skal koma með skýrandi dæmi.
Fyrir nokkrum árum bjó ég í Englandi. Vann þar og fyrir launahækkun var ég með skítalaun-þá erum við að tala um hnetur í poka mánaðarlega. Af laununum var svo dreginn líffeyrir, ca. 60 pund á mánuði sem var bara hellings. Ég fór að skoða þetta mál og komst að því að ég gæti ekkert gert við þessa upphæð þegar ég flytti til Íslands. Hún myndi þá bara hverfa!!?? Ég sótti þá um að fá að fá hana endurgreidda og fékk dágóða summu stuttu síðar. Annað dæmi, umm launin mín úti-ég hækkaði um 600 pund mánaðarlega eftir að ég sótti um stöðuhækkun innan þess sem ég var enn að gera. Vildi bara láta færa mig í efsta flokk og varði þá umsókn mína snilldarlega. Fékk þessa hækkun og var ótrúlega ánægð. Svipað gerðist hérna heima nýlega en þegar maður er ekki alveg kominn með gráðuna þá fær maður tittlingaskít í laun. En ég fór á stúfana og viti menn, hækkun og fín það í þokkabót.

Ég get í rauninni talið upp endalaust-ég vil ekki að það líti samt út eins og ég sé einhver nöldurskjóða, það hefur í raun aldrei verið neitt nema sjálfsagt, minn/okkar réttur bara verið það sterkur. En ég veit að ég fengi aldrei neitt ef ég gerði ekkert í því :) Ætla ekkert að fara í afsökunarbeiðnina frá Orkuveitunni sem mér var að berast....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

víst ertu nöldurskjóða hehehehehhehe hummmm

8:50 e.h.  
Blogger Eva said...

Djöfull er ég stolt af þér! Keep up the good work!

5:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home