föstudagur, desember 29, 2006

Hvað á daga mína hefur drifið? What to say, what to say?

Þetta langþráða jólafrí hefur svo sannarlega verið að gera sig. Eftir skólageðveiki stóð ég upp og vissi bara ekkert hvað ég átti að gera við minn tíma svo ég hóf smá framkvæmdir. Málaði hátt og lágt og svo gerðum við sitthvað fleira. Svo komu átveislurnar og sjálfur aðfangadagur, dagurinn sem ég hef beðið eftir síðan tja í október. Þetta er alveg minn tími og ég týni mér alveg í þessu amstri. Átum gúrme mat hos mamma og tókum upp billjón pakka. Ég mun aldrei þreytast á pakkaflóðinu og mér mun aldrei finnast óspennandi að fá marga fallega pakka. Endalaust gaman! Fékk svo margt líka, demanta, vettlinga, föt, borðdúk, heklaðan trefil frá systur sem er æði og margt margt fleira.

Eftir öll boðin og systkina/frændsystkina-spilakvöldið, var ég bara orðin örmagna og svaf næstum tvo daga. Nei kannski ekki alveg en jú samt, svaf fullt og las þess á milli í skemmtilegri bók sem heitir The Alienist. Hún er ekki bara stór heldur níðþung líka og því segi ég að það sé henni að kenna að ég sofni alltaf. Pínku hættulegt líka að hafa hana yfir hausnum þegar maður er við það að dotta. Sem minnir mig á það, heimilstrygging-þarf að tjékka á því á morgun.

Gúbbí absentminded kveður-þyrfti að reyna að sofna ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home