þriðjudagur, desember 12, 2006

Haldiði ekki að ég hafi dottið í lukkupottinn bara rétt í þessu!! Lífssaga Sean Puffy Combs á E, eðalstöff ;)
Annars á ég ekkert að eyða tímanum í vitleysu sem slíka, en maður er samt alltaf duglegastur að líma sig fastan við einmitt svona vitleysu þegar maður er að reyna að komast undan einhverju. Ég á 3 stór verkefni eftir, skil á föstudaginn. Svo fara morgnarnir í að lesa og skrifa próf fyrir krakkana í skólanum. Tíminn í mín verkefni er sem sagt eftir hádegi og fram á nótt. Samt ætla ég að elda gordjöss kjúllarétt fyrir okkur verðandi foreldrana á eftir og njóta vel. Það er hlaupið smá kæruleysi í kroppinn, smá svona þetta reddast dæmi í gangi hehe.

Má líka til með að rita ögn um aðal-uppáhalds ástandið. Það er ofsa gaman að vera til og að eiga svona litla rúllutertu í mallanum. Auðvitað fylgja þessu breytingar, og þá er ég að tala um líkamlegar hjá mér akkúrat núna. Hormónarnir eru kannski ekki mitt stærsta vandamál, í raun er ekkert "stærsta vandamál" en það að snúa sér í rúminu frá einni hlið til hinnar, er eins og að byggja háhýsi, æ mig auman og vælið sem kemur frá manni! Að B skuli ekki skella upp úr í hvert sinn. Gamla mín! Svo gerðust undur og stórmerki í nótt/morgun. Þegar ég vaknaði um 6 til að rifja upp fyrir próf, lá minn bara voða kósý á sófanum steinsofandi. Aðspurður kvað hann ástæðuna vera ögn fyndna, ég eða moi hraut nefnilega svo mikið! Já þetta er alveg nýtt því það er hann sem hrýtur í þessari fjölskyldu :)

Svo eru nöfnin farin að steyma inn, hlæjum mikið af hinum ýmsu samsetningum eins og Ármann Hermann, Smári Kári og Fannar Hrannar. Ekkert illa meint. Bara lélegur einkahúmor. Svo ætlar maður sér náttúrulega að vera voða gott foreldri með allt á hreinu ;) Jafnvel að hugsa um að ala barnið upp! Ekkert allir sem gera það sko... ;)

Anywaysm nog komið af bulli, ég fæ verkefnin ekki flúið lengur. En fyrst ofsa gúddí kjúlli-meira um það síðar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, voða gaman að lesa ;) oohhh svo fæ ég alveg svona fiðring í kroppinn að hugsa um litla krílið ykkar.... ég er svo ofsalega ánægð fyrir ykkar hönd:) og svo er ég svo voðalega spennt að sjá undrið ykkar!

En já í sambandi við uppeldið, úúúuffff eitt það allra erfiðasta í heimi að mínu mati!
-og eitt það skemmtilegasta er nafngjöfin, mér finnst það æði - bíð spennt að heyra hvað Stulli litli fær að heita, kannski bara Sturla? það er íslenskt og fallegt :)

Djísús best að drífa sig í bæinn að kaupa og kaupa og kaupa og kaupa.....

kizzzzzz
sdo

10:11 f.h.  
Blogger Huxley said...

Aldrei aldrei aldrei Sturla-hlæ bara akkúrat núna, ef þú hefðir einhverja hugmynd um merkingu þessa nafns fyrir mig ;)

Saga seinni tíma!

12:51 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

pg 1
golden goose shoes
supreme clothing
curry 6
kobe shoes
balenciaga triple s
pandora jewelry
kawhi leonard shoes
curry shoes
golden goose

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home