fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Haldiði ekki að mín sé bara næstum búin með allar jólagjafirnar-þ.e.verslað af netinu!! Ofsalega á það eftir að vera næs að þurfa ekki að pæla í þessu þegar síðasta mega-törnin byrjar í skólanum. Þá get ég boðið öllum litlum frændsystkinum í piparkökuskreytingarkvöldstund, ég get málað baðherbergið, horft á fullt af sjónvarpsefni eins og Heroes, Lost, Prison, Grey´s og Big Love, búið til jólakort og svo má lengi telja. Ó hve mikið minni hlakkar til jólafrísins...

Dagur íslenskrar tungu var tekin með trompi í Hagaskóla, já gleði og aftur gleði þar á bæ. Magga Stína ræsti börnin með söng sínum og svo héldu þau í sínar stofur að gera skemmtileg verkefni og föndur. Skólinn varð allur undirlagður í glimmeri og crazy krökkum sem öskruðu "...það er komið guuuuullll" eins og þau hefðu aldrei séð límstifti né glimmer áður. Greinilega löngu búin að gleyma hvernig á að föndra mörg hver. Mér finnst líka að þau mættu gera meira af því, helst undirleggja skólann í föndri því það lífgar hann svo upp. Ekki sammála? Mér finnst það ekkert barnalegt. Og ég skal taka til :)

Fór með nokkrum úr jóga út að borða á mánudaginn. Sá þar leikara-þann sem lék Spud í Trainspotting. Kippti mér svosum ekkert upp við það, var svo afslöppuð eftir tímann ;) Mæli með því að allir skoði www.kaerleikssetrid.is

Over and out

3 Comments:

Blogger Eva said...

Það er bara lúxus líf á þér... maður ætti kannski að gera slíkt hið sama og slappa all rækilega af fyrir og um jólin ;)

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú jólaföndur er svo gaman við erum að fara að jólaföndra næstu helgi við barnalega fólkið og börnin ógeðslega gaman :)

10:39 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já lúxusinn byrjar 16.des-úff hvað manni hlakkar til!

5:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home