fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Það er gaman að koma í vinnuna eftir námsleyfi og veikindi, og fólk segir við mann að það sé gaman að sjá mann (eða sko mig).

Það er ekki gaman að lesa um árásir Ísraela á óbreytta Palesínumenn-konur og börn í fyrrinótt, eða einhvern tíma.

Það er gaman að Demókratar séu loks að ná þessu og að Republíkanar séu að renna á rassinn, loksins.

Það er ekki gaman að Ed Bradley sé dáinn.

Það er gaman að Arnie hafi verið kosinn aftur ríkisstjóri, bara af því að hann er hann. Ekki af því að hann er reppi.

Það er ekki gaman að Robbie vilji ekki byrja aftur með Take That. Eða hvað?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá hvað það er allt svo gott og ekki gott núna, en grínlaust þá fer ég rakleitt inn á bloggið þitt til að brosa af ruglinu þínu ;) Þú ert algjör penni ... Og þó varstu líka svolítill vargur í fasi ef ég man rétt. Það er allt of langt síðan ég sá þig síðast í lífinu og það er eins gott að ég muni þekkja þig úti á götu stelpa. Þú verður bara að koma til eyja og vinna hjá Steina gull í viku og fá fýlinginn aftur,,,ekki leiðinlegt það ha !!!
Bestu kveðjur í höfuðborgina
Helga Gogga

3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home