miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Þetta er sennilega eitthvað sem maður ætti að skoða ;)

Ofsalega er nú gaman að vera með svona kraftaverk sem vex inni í mér. Við notum ýmis nöfn, í raun uppnefni á lillann og þessa dagana er það Stuart Litli. Margir að spyrja um nöfn, en ætli við eigum eitthvað eftir að eiga erfitt með að finna nafn. Ég segi allavega að við þurfum að hitta litla gaur áður en við ákveðum ;)

Annars gengur þetta eins og í sögu, þessa stundina er hvalurinn að kafna úr kvefi en ekki eins og það sé Stuart litla að kenna. Bara venjulegt. Svo er svefninn orðinn aðeins öðruvísi, en þeir sem þekkja mig vita að ég elska að sofa. Það breytist ekkert núna! Brjálað að gera í skólanum og vinnunni en svo kemur jólafríið 20.des. Get ekki kvartað yfir þessum tveimur vikum sem ég fæ frá vinnu :) Eftir áramót verð ég sennilega bara í tveimur námskeiðum-val sem nýtist mér þegar masterinn byrjar. En kannski, bara kannski ætla ég að bæta einu við. Hvað er að mér? Fæ svona sambland af samviskubiti og græðgi þegar ég hugsa um skólann! Get ekki útskýrt-er bara gráðug í nám. Suma daga væri ég til í að vera bara í skóla en svo aftur á móti aðra daga langar minni að vera bara í vinnu... ) Bleeeh